Fréttir

Göngu- og skemmtiferð til Andalúsíu í maí

2 jan. 2024

Göngu- og skemmtiferð verður farin á vegum SLFÍ til Andalúsíu á Spáni. Ferðin kostar 240.000 kr á mann og er niðurgreidd af Orlofsheimilasjóði SLFÍ. Ferðin verður 7. – 14. maí til Granada. Hámarksfjöldi í ferðina er 15 manns.
Ferðin er skipulögð af ferðaskrifstofunni Salamöndru á Spáni í samvinnu við Úlfheiði Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliða og leiðsögumann. Reyndir leiðsögumenn frá ferðaskrifstofunni halda dyggilega utan um hópinn. Gist verður á fjögurra stjörnu hótelum. Flogið verður í beinu flugi til Malaga með Play á vegum Heimsferða. Skráning í ferðina er til 9. janúar. Staðfestingargjald verður endurgreitt ef ekki næst skráning á lágmarksfjölda.

Til baka