Göngu-, menningar- og skemmtiferðir til Andalúsíu
21 mar. 2022
Tvær göngu og skemmtiferðir verða farnar á vegum Sjúkraliðafélagsins til Andalúsíu í vor og haust.
Fyrri ferðin verður 21. til 30. maí til Granada.
Seinni ferðin er 22. til 29. september.
Hámarksfjöldi í hvora ferð er 16 manns. Skráning hefst þann 6. apríl klukkan 13.00 á skrifstofu félagsins og í síma 553 9494.
Ferðirnar eru skipulagðar af ferðaskrifstofunni Salamöndru á Spáni í samvinnu við Úlfheiði Kaðlín Ingvarsdóttir, sjúkraliða og leiðsögumann.
Reyndir leiðsögumenn frá ferðaskrifstofunni halda dyggilega utan um hópinn. Flogið verður í beinu flugi til Malaga með Heimsferðum og gist á fjögurra stjörnu hótelum.
Granada, 21. – 30. maí.
Að þessu sinni er ferðinni heitið til Granada. Óhætt er að fullyrða að Granada búi yfir einstæðum töfrum, auk stórmerkra fornminja. Granada er sú borg Spánar sem arabísk áhrif eru einna mest. Þegar ekið er í átt til borgarinnar blasir víðáttan við en fjærst gnæfa Snæfjöll, Sierra Nevada. Miðborg Granada einkennist af þröngum götum. Það markverðast í Granda er þó Máravirkið fræga Alhambra, en það er eina arabíska höllin frá miðöldum sem enn stendur uppi.
Þessi ferð býður upp á menningu, lítil fjallaþorp, fjóra göngudaga, ótrúlega náttúrufegurð. Slökun í ferðalok við ströndina í Almunecar í þrjá daga.
Dagur 1, 21. maí
Flogið með Neos á vegum Heimsferða til Malaga á Spáni klukkan 09:00 frá Keflavík. Lending í Malaga klukkan 15:40 að staðartíma
Akstur frá flugvellinum í Malaga til Granada, aðeins 135 km. leið
Gist á Hótel Catalonia
Dagur 2, 22. maí
Morgunverður á hótelinu
Skoðunarferð í Alhambra höllina
Hádegisverður
Skoðunarferð um Albacin, gamla arabíska hverfið sem er á hæðunum á móti Alhambra, þar sem eru steinlagðar þröngar götur og hvítkölkuð hús
Dagur 3, 23. maí
Morgunverður á hótelinu
Göngudagur
Los Cahorros de Monachil, um það bil fjörurra tíma ganga
Monachil er lítill fjallabær 8 km frá Granada
Hádegisverður
Kvöldverður og flamenco sýnining í Sacromontohelli
Dagur 4, 24. maí
Morgunverður á hótelinu
Göngudagur
Ekið til Lanjaron, sem er lítill bær 45 km frá Granada í Alpujaran náttúruþjóðgarðinum.
Gengið um fjallastíga í Langajaron, um það bil 4 tímar
Hádegisverður
Gist á Hotel Balneario Lanjaron
Dagur 5, 25. maí
Morgunverður á hótelinu
Göngudagur
Ekið til fjallaþorpsins Pampaneira sem er í rúmlega 1000 metra hæð.
Gengið um fjallastíga Pampaneira, um það bil 4 tímar
Hádegisverður á veitingastað í Pampaneira
Ekið til baka á hótelið í Lanjaron
9.00 Lagt af stað til Pampaneira
9.30 Gönguleið um Pampaneira
14.30 Hádegisverður á veitingastað í Pampaneira
16:00 Komið til baka á hótelið
Dagur 6, 26. maí
Morgunverður á hótelinu
Lagt af stað til Almunecar, sem er lítill bær við ströndina með huggulegum litlum veitingastöðum, verslunum og dásamleg strönd
Gönguferð meðfram ströndinni á Almunecar
Hádegisverður
Innritun á Hotel Bahía Tropical í Almunecar
Hádegisverður
Frjáls tími
Dagur 7, 27. maí
Morgunverður á hótelinu
Engin dagskrá, slökun við ströndina í Almunecar
Dagur 8, 28. maí
Morgunverður á hótelinu
Engin dagskrá
Dagur 9. 29. maí
Morgunverður á hótelinu
Frjáls tími
Dagur 10, 30. maí
Morgunmatur á hótelinu
Heimferð
Akstur á flugvöllinn í Malaga undir hádegi
Flogið 16:40 með Neos í beinu flugi til Íslands
Komutími í Keflavík 19:30.
Almennt verð í ferðina er 285.000 kr., en 250.000 kr. fyrir félagsmenn SLFÍ.
Innifalið í verði:
Flug til og frá Malaga. 20 kg taska og 8 kg í handfarangri
Ferðir til og frá flugvelli
Fullt fæði síðustu fjóra dagana á Hotel Bahía Tropical í Amunecar
Gisting í tveggja manna herbergjum á fjögurra stjörnu hótelum
Morgunmatur
Aðgangseyrir að Alhambra höllinni með leiðsögn
Kvöldverður og flamenco skemmtun í Sacromonte hellin á þriðja degi
Nesti í gönguferðum, vatn og ávextir
Þriggja rétta hádegisverður á göngudögum
Enskumælandi leiðsögumenn og trúss á milli staða.
Ferðaskipuleggjandi og fararstjóri er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, sjúkraliði og leiðsögumaður,
sími 6944920, netfang: kadlinheida@gmail.com
Skráning er í síma 553 9494 eða á skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslands.