Gjafabréf fyrir sjúkraliðanælu
5 des. 2023
Félagsnæla sjúkraliða er fyrir þá sem hafa fengið útgefið leyfisbréf frá embætti landlæknis. Nælan er úr silfri og er til sölu á kostnaðarverði hjá félaginu, 14.000 krónur. Nú stendur til boða að kaupa gjafakort fyrir félagsnælu, tilvalin gjöf fyrir brautskráða sjúkraliðanema, sem fæst afhent gegn framvísun gjafa- og leyfisbréfs.