Fréttir

Fréttatilkynning frá samningamálum

10 sep. 2015

medium Formenn Snorri Magnússon Árni Stefán Jónsson og Kristín Á Guðmundsdóttir Copy 2143685084 afrit

 

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa verið í sameiginlegum viðræðum við Samninganefnd ríkisins um nokkurt skeið.

 

 

 

Þegar hafa verið haldnir 6 fundir undir stjórn ríkissáttasemjara og lauk 7. fundi í dag án árangurs.

Ekki hefur verið boðaður annar fundur í kjaradeilu félaganna við ríkið.

Samninganefnd ríkisins hefur ekki sýnt neinn vilja til að ræða þær sanngjörnu kröfur sem félögin hafa lagt fram sem byggja á þeim kjarasamningum sem ríkið hefur nú þegar gert við starfsmenn sína og niðurstöðum gerðardóms.

Félögin munu nú þegar snúa sér til félagsmanna sinna til þess að ákvarða næstu skref. Staðan í kjaradeilunni er því grafalvarleg.

 

 

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sími 896 8330

Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags sími 8929644

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna sími 898 8184

Til baka