Fréttir

Frambjóðendur sitja fyrir svörum um heilbrigðismál

20 nóv. 2024

Breiðfylking heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi stendur fyrir opnum fundi í hádeginu á föstudaginn, þar sem fulltrúar allra framboða sem bjóða fram á landsvísu í komandi þingkosningum sitja fyrir svörum um málefni heilbrigðisþjónustunnar.

Fundurinn fer fram í félagsaðstöðu Sjúkraliðafélags Íslands að Grensásvegi 16 og hefst kl. 12:00. Fundarstjóri er Eyrún Magnúsdóttir.

Breiðfylkingin samanstendur af Læknafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélagi Íslands, Félag sjúkraþjálfara, Sálfræðingafélag Íslands, Félag lífeindafræðinga, FÍN, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Ljóðsmæðrafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands, Tannlæknafélag Íslands, Viska og Lyfjafræðingafélag Íslands.

Markmið fundarins er að stuðla að upplýstri umræðu um heilbrigðismál til að afstaða allra framboða til þessa stóra málaflokks liggi fyrir og hvernig þau munu koma sínum stefnumálum í framkvæmd.

Sjúkraliðar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Þetta er einstakt tækifæri til að hlusta á stefnu framboðanna um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í streymi hér;
https://vimeo.com/event/4742410

Allir velkomnir!

Til baka