Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings
1 apr. 2014
Fréttatilkynning: Máttur matarins
Máttur matarsins er yfirskrift málþings Náttúrulækningafélags Íslands sem haldið verður á Hótel Natura nk. þriðjudag kl. 19:30. Á málþinginu verður fjallað um hvað í raun gerist þegar við borðum óhollann / hollann mat. Hvað gerir t.d. íþróttafólk sem vill ná langt í sinni íþrótt.
Náttúrulækningafélag Íslands hefur um langt árabil talað fyrir tengslum milli góðs heilsufars og mataræðis.