Fjölbraut í Ármúla 30 ára og vígsla á nýju húsnæði Heilbrigðisskólans
24 sep. 2011
Í tilefni af 30 ára afmæli Fjölbrautarskólans við Ármúla var haldin vegleg hátíð. Allir þeir sem eitthvað tengjast skólanum voru boðnir á opið hús og hófst hátíðin kl 14:00 með því að skólameistari Gísli Ragnarsson ávarpaði gesti og bauð þá velkomna.
Nemendur tóku á móti gestum í anddyri skólans og afhentu þeim afmælisblaðið og dagskrárblað þar sem allt kom fram sem í boði var, ásamt korti sem vísaði veginn um skólann.