Fréttir

Fjárhagsstaða launafólks versnað milli ára

19 jan. 2022

Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Tæplega tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og um fjórir af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar.

Þetta er meðal niðurstaðna könnunarinnar sem Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins framkvæmdi nýverið. Könnunin sýnir að staðan hefur versnað síðasta árið.

Helmingur finnur fyrir meira álagi
Í könnuninni var einnig spurt um áhrif heimsfaraldursins á launafólk. Ríflega helmingur finnur fyrir meira álagi í starfi vegna faraldursins. Hlutfallið er hæst meðal kvenna sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum þar sem sjö af hverjum tíu sögðust finna fyrir því að álagið hafi aukist. Andlegri heilsu launafólks fer hrakandi milli ára og mældist andleg heilsa slæm hjá tveimur af hverjum tíu. Andleg heilsa einstæðra foreldra er áberandi verst.

Nánar má lesa um könnunina á síðu BSRB

Til baka