Fréttir

Námskeið í sögu stofnana og ákvarðanatöku innan ESB

7 okt. 2011

alt

Félag forstöðumanna ríkisstofnana í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ 
bjóða upp á námskeið
 

 

 

Saga, stofnanir og ákvarðanataka innan ESB 
Fimmtudaginn 13. október kl. 13.00 – 17.00. 
Námskeiðið fer fram í Lögbergi stofu 101.

Þátttökugjald:  kr. 13.500.- 
Skráning HÉR


Meginmarkmið námskeiðsins er að efla þekkingu starfsfólks stjórnsýslunnar og opinberra stofnana á samvinnu ríkja Evrópu og Evrópusambandinu. Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa góða þekkingu á sögu, stofnunum og ákvarðanatöku sambandsins. Einnig verður farið yfir fyrirhugaðar breytingar á starfsemi Evrópusambandsins með Lissabon sáttmálanum og framtíð sambandsins. Kennari er Dr. Baldur Þórhallsson, Jean Monnet prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en hann er einn helsti sérfræðingur landsins um sögu, stofnanauppbyggingu og ákvarðanatöku innan Evrópusambandsins . 

Baldur hefur haldið sambærilegt námskeið fyrir starfsmenn nokkurra opinberra stofnana og fyrirtækja og fengið eindóma lof fyrir námskeiðið. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðum.  Kennsluefni er dreift á námskeiðinu, en einnig verða bókakaflar og greinar aðgengilegar á rafrænu formi. 
Dagskrá: 
              
1.hluti:  Upphaf og saga samstarfs Evrópuríkja
 
1. Evrópa fyrr á tímum 
2. Áhrif seinni heimsstyrjaldar 
3. Fyrstu skrefin á 5. og 6. áratugnum 
4. Hugmyndafræði – eðli samstarfsins 
5. Hvað er Evrópusambandið? – Hvað er ESB ekki? 
6. Helstu sáttmálar ESB og þróun samstarfsins 2. hluti: Skipulag og ákvarðanataka Evrópusambandsins         
1. Ákvarðanataka og lög 
2. Evrópudómstólinn 
3. Framkvæmdastjórnin 
4. Ráðherraráðið 
5. Evrópuþingið 
6. Leiðtogaráðið 3. hluti: Skipulag, ákvarðanataka og framtíðin 
1. Áhrif ríkja – yfirþjóðlegt vald 
2. Óformlegar leiðir til áhrifa 
3. Áhrif hagsmunahópa og félagasamtaka 
4. Aðrar stofnanir: Efnahags- og félagsmálanefndin, Byggðanefndin o.s.frv.. 
5.Lissabon sáttmálinn og framtíð ESB 

Til baka