Fréttir

33. fulltrúaþing

17 jan. 2024

33. fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands verður haldið í félagsaðstöðunni við
Grensásveg 16, 108 Reykjavík,  fimmtudaginn 16. maí 2024,  kl. 10.00  – 16.00

Dagskrá

a. Þingsetning.
b. Nafnakall þingfulltrúa.
c. Kosning fundarstjóra og ritara, eftir tilnefningu stjórnar.
d. Skýrsla stjórnar.
e. Reikningar félagsins og sjóða á vegum þess.
f. Ákvörðun félagsgjalda.
g. Fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
h. Lagabreytingar
i. Starfsreglur fyrir sjóði og deildir félagsins eða breytingar á þeim.
j. Formannskjöri lýst.
k. Kosning til stjórnar. Kosið er í embætti varaformanns og tveggja fulltrúa auk, tveggja varamanna í störf fulltrúanna.
l. Kosning fastanefnda samkvæmt lögum félagsins, þ.m.t. fulltrúa félagsins á bandalagsþing og aðalfundi BSRB.
m. Önnur mál.

Kl. 12.30 – 13.30  Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi flytur erindi um hamingjuaukandi aðgerðir.
Kl. 14.40 – 15.00  Ágúst Ólafur Ágústsson lögfræðingur og hagfræðingur kynnir helstu þætti nýrrar fjármálaáætlunar sem varða starfsumhverfi sjúkraliða.
Kl. 15.00 – 15.20  Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri gefur rapport af kjaraviðræðum.

Húsið opnar kl. 09.30
Kaffi verður á könnunni og morgunhressing.

Hádegishlé verður um kl.12.00 til 12.30 og boðið verður upp á léttar veitingar.
Allir sjúkraliðar eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum félagsins.

 Virðingarfyllst,
Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands

Til baka