BSRB og ASÍ með sameiginlegan morgunverðarfund 21. apríl 2015
17 apr. 2015
Heilir og sælir ágætu félagar.
Í aðdraganda 1. maí ætla BSRB og ASÍ að halda sameiginlegan morgunverðarfund um mikilvægi stéttarfélaganna í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel og er kynningarefni um fundinn í viðhengi.
Um leið og við hvetjum allt forystufólk innan BSRB til að mæta þá hvetjum við til þess að félögin kynni fundinn vel meðal félaga sinna.
Athugið að þátttakendur verða að skrá sig á fundinn á www.1mai.is.