Fréttir

Breytingar á greiðslufyrirkomulagi fræðslusjóða

19 des. 2023

Tölvupóstur var sendur þann 3. nóvember til félagsmann Sjúkraliðafélags Íslands þar sem fram komu breytingar á fyrirkomulagi greiðslu styrkja vegna námskeiða hjá Framvegis, og annarra fræðsluaðila, sem taka gildi þann 1. janúar 2024.

Breytingin felst í því að félagsmenn þurfa sjálfir að leggja út fyrir námskeiðum og sækja síðan um styrk í fræðslusjóði félagsins inni á ,,mínum síðum“ hjá SLFÍ. Námskeið sem haldin verða á nýju ári hjá Framvegis falla því undir þessa breytingu. Ástæða breytinganna er sú að fylgja þarf úthlutunarreglum fræðslusjóðanna í hvívetna. Í úthlutunarreglum sjóðanna er skýrt kveðið á um að umsóknaraðilinn sjálfur þarf að sýna fram á að hann hafi lagt út fyrir kostnaðinum sem sótt er um.

Samþykktar umsóknir eru að jafnaði greiddar út vikulega.
Sjúkraliðar þurfa því ekki að bíða lengi eftir greiðslu úr sjóðnum. Mikilvægt er að láta gilda greiðslukvittun fylgja með umsókninni, það flýtir fyrir afgreiðslu.

Undir flipanum ,,Fræðslusjóðir“ á heimasíðu SLFÍ eru leiðbeiningar um hvernig skila eigi inn umsókn, sem og greinagóðar upplýsingar um fræðslusjóðina.

Til baka