Aukið starfshlutfall fyrir fólk í hlutastarfi!
22 feb. 2021
Starfsfólki í vaktavinnu, sem vinnur hlutastörf, á nú að hafa boðist að hækka við sig starfshlutfall vegna betri vinnutíma í vaktavinnu.
Réttur starfsmanns, í hlutastarfi í vaktavinnu, er að auka við sig starfshlutfall sem nemur styttingu vinnuviku. Stytting vinnuviku nemur öllu jafna um 10% af starfshlutfalli hvers og eins og tekur mið af því að vinnuvikan er að styttast úr 40 stundum í 36 stundir.
Starfsmaður sem hækkar við sig starfshlutfall á grundvelli styttingar vinnuviku mun öllu jafna vinna færri stundir á mánuði en hann gerir í dag. Ástæða þess er að eftir er að taka mið af vægi vinnuskyldustunda.
Ef þú ert vaktavinnustarfsmaður í hlutastarfi og hefur ekki fengið boð um hækkað starfshlutfall er þér bent á að hafa samband við þinn stjórnanda.