Ársskýrsla Vesturlandsdeildar 2022 – 2023

Síðasti aðalfundur Svæðisdeildar Vesturlands var haldinn 29. nóvember 2022.  Fundurinn var haldinn í fundarsal HVE á Akranesi og var einstaklega gott að geta hitt alla á fundi í staðin fyrir í gegnum tölvu eins og hafði verið undanfarna aðalfundi. 

Áttum góðan aðalfund og alltaf gott að geta spjallað saman eftir fundinn. 

Í lokin var boðið uppá súpu og brauð og vil ég þakka þeim kærlega fyrir sem sáu sér fært að mæta.

Stjórn Svæðisdeildar Vesturlands starfsárið 2022-2023
Frá vinstri:  Inga Lilja,  Inga Birna, Fanney, Guðrún Drífa, Thelma Björk.

Stjórn Svæðisdeildar Vesturlands:

Inga Lilja Sigmarsdóttir, formaður

Meðstjórnendur eru:
Thelma Björk Bjarkadóttir
Guðrún Drífa Halldórsdóttir
Inga Birna Aðalbjargardóttir
Fanney Reynisdóttir

Kjörstjórn:
Fanney Reynisdóttir
Inga Birna Aðalbjargardóttir

Haldnir voru fjórir fundir svæðisdeildarinnar á tímabilinu.

Félagsstjórnafundir á tímabilinu:
Haldnir voru reglulega fundir hjá félagsstjórninni, bæði á netinu og í eigin persónu. Gott að heyrast/hittast reglulega og fara yfir stöðu mála og verkefna.

Trúnaðarmannaráðsfundur:

Trúnaðarmannaráðsfundur var haldinn fimmtudaginn 13. október 2022.  Fundurinn var haldinn í félagsaðstöðu sjúkraliða við Grensásveg.  Flottur fundur þar sem farið var yfir kjarasamningaveturinn og vinnuna framundan í þeim málum, fréttir af starfinu og verkefnum í vinnslu ásamt fræðslu.  Alltaf gaman að sjá hvað við eigum stóran og öflugan hóp trúnaðarmanna í okkar röðum.

Útskriftir nemanda úr FVA:

Alls útskrifuðust 23 sjúkraliðanemar frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á þessu starfsári. 19 sjúkraliðanemar 17 desember 2022 og 4 sjúkraliðanemar 19 maí 2023. 

Fór formaður deildarinnar upp í skóla og afhenti útskriftarnemum rós og skjal þar sem við óskum þeim til hamingju með árangurinn og bjóðum þá hjartanlega velkomna í félagið og óskum þeim velfarnaðar í starfi. 

Fulltrúaþing SLFÍ 25 maí 2023:

Við áttum tvo kosna fulltrúa á þinginu.  Það voru þær Fanney og Inga Birna.

Evrópudagur sjúkraliða

26. nóvember er haldinn hátíðlegur í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess. 

Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla.

Svæðisdeild Vesturlands var stofnuð 4. nóvember 1991 og liggur frá Hvalfjarðarbotni að sunnan að Barðaströnd að norðan

Samkvæmt félagaskrá SLFÍ eins og hún reyndist 31. desember 2022 voru félagsmenn deildarinnar 134.

Fyrir hönd Svæðisdeildar Vesturlands,
Inga Lilja Sigmarsdóttir

Til baka