Ársskýrsla Vestmannaeyjadeildar
2 nóv. 2009
Sjúkraliðadeild Vestmannaeyja.
Ársskýrsla 2008 2009.
Mikið líður tíminn hratt, deildin okkar komin á
fertugsaldurinn, við verðum bara betri. 2008 skrifar sig í söguna, sem einn af hápunktum sjúkraliða hér í Eyjum. Með
samstiltu átaki okkar, héldum við glæsilega upp á 30 ára
afmælið okkar, fórum meðal annars til Barcelona, við erum
frábærar.
Nú í dag, október 2009, er ég skrifa þessa skýrslu,
eru breyttir tímar á Íslandi, kreppa er skollinn á. Kjarasamningar eru lausir, enda ekkert í boði og óvissa framundan. Núna verðum við að standa saman, sem endranær, verja miðlægan kjarasamning í öllum þessum niðurskurði og störfin okkar þ.e. koma í veg fyrir að ófaglærðir verði ráðnir í þau. Þegar vaktir eru undirmannaðar, verðum við að læra að forgangsraða, þá gengur allt betur, sem sagt allir í Pollýönnuleik ! Þó tímar séu harðir núna, þá komumst við betur í gegnum þá sem ein heild,
Samstaða er afl sem ekkert fær staðist.
Miklar breytingar hafa verið í stjórn hjá okkur, undanfarið ár. Á síðasta aðalfundi, 10.nóvember 2008, gengu
Sigríður Gísladóttir, gjaldkeri, Sigurlaug Böðvarsdóttir, með-stjórnandi og Ásdís E. Björgvinsdóttir, ritari úr stjórn og færi ég þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Inn komu Sólveig Þ. Arnfinnsdóttir, ritari, Erna Þórsdóttir, gjaldkeri og Áslaug S. Kjartansdóttir, meðstjórnandi, en nú er Áslaug komin í fjarnám í hjúkrun og dettur hún því út núna. Gott að hafa Sollu og Ernu áfram. Ingibjörg Þórhallsdóttir og Þyrí Ólafsdóttir hættu sem trúnaðarmenn og færi ég þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Inn komu Hafdís Óskarsdóttir og Una Ásmundsdóttir, en detta báðar út núna og færi ég þeim sömuleiðis bestu þakkir fyrir samstarfið.
Nú í Desember 2008, útskrifuðust 9 sjúkraliðar frá
Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og 2 í vor, glæsilegur hópur. 2 sjúkraliðanemar eru nú í FÍV. Hafdís Sigurðardóttir og Hjördís Kristinsdóttir sjúkraliðar á heilsugæslu eru nú í fjarnámi í framhaldsnámi í öldrunarhjúkrun.
Í dag eru 48 sjúkraliðar í Sjúkraliðadeid Vestmannaeyja.
16.Október síðastliðin var lögð fram námsskrá um framhaldsnám í geðhjúkrun í Menntamálaráðuneyti til umsagnar. Stefnt er að því að námið hefjist 2010.
Evrópudagur sjúkraliða er 26. nóvember, á Evrópudegi sjúkraliða var ákveðið að Ísland fjallaði um Geðheilbrigðismál, en hvert land velur sitt umfjöllunarefni og hver svæðisdeild velur hvernig hún stendur að kynningunni.
Fundarsókn hefur ávallt verið góð og er það vel, en mæting í Sjúkraliðalundinn er því miður slök, úr þessu verðum við að bæta. Ég skora á ykkur sjúkraliða, brettið upp ermarnar og mætið vel, hér eftir, þetta starf okkar skilar árangri !
Ég undirrituð er nýkomin heim af 42. þingi BSRB,
sem bar yfirskriftina: Framtíð byggð á jöfnuði, atvinnu, velferð og réttlæti. Þingið var mjög áhugavert og vann það meðal annars að ályktunum um efnahags-, atvinnu-, alþjóða-, umhverfis-, kjara-, félags-, og jafnréttismál, svo fátt eitt sé nefnt. Þessar ályktanir eru sendar til fjölmiðla og unnið eftir þeim innan BSRB. Hugafarsbreyting þarf að eiga sér stað hér á landi , við verðum að læra að eiga hlutina saman !
Með sjúkraliðakveðju.
Torfhildur Þórarinsdóttir, formaður.