Fréttir

Ársskýrsla Vestmannaeyjadeildar 2016 – 2017

29 nóv. 2017

Aðalfundur Vestmannaeyjardeildar SLFÍ var haldinn í Líknarsalnum föstudaginn 27. október. Formaður setti fundinn og bauð alla velkomna. Fundarstjóri var kosinn og Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir tók það að sér að þessu sinni. María Rós Sigurbjörnsdóttir, Anna Gerða Bjarnadóttir og Vilborg Stefánsdóttir gengu úr stjórn og Þökkum við þeim fyrir vel unnin störf, Sonja Ruiz Martinez, Sigríður Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Lind Geirsdóttir komu nýjar inn í stjórn og aðrir í stjórn gáfu kost á sér til áframhaldandi setu. Ágætis mæting var á fundinn og var boðið upp á smárétti frá Einsa kalda.

Formaður fór yfir starf sitt fyrir deildina á síðasta starfsári.

Sjá skýrslu

Til baka