Ársskýrsla Vestfjarðadeildar 2021 – 2022
Kæru sjúkraliðar.
Þessi skýrsla er nokkuð stutt enda er þessi stjórn búin að starfa stutt.
Í stjórn deildarinnar sitja,
Linda Björk Óskarsdóttir, formaður
Sólveig Sigríður Guðnadóttir, varaformaður
Marý Karlsdóttir, gjaldkeri
Þórdís Guðbjörg Guðmundsdóttir, ritari
Ingibjörg Heba Halldórsdóttir, meðstjórnandi
Stjórn þessi tók við á aðalfundi þann 16. september 2022. Þar var ágætis mæting. Þökkum við nýja stjórnin þeim Jóhönnu Þórðardóttur, fráfarandi formanni, Helgu Rebekku, gjaldkera og Ólafíu, ritara, fyrir þeirra störf í þágu félagsins.
Formaður Sjúkraliðafélagsins gerði tvær tilraunir með að komast vestur og gekk það 21. nóvember 2022 og í för með henni voru Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri og Ágúst Ólafur Ágústsson. Haldinn var smá fundur í salnum á hjúkrunarheimilinu Eyri þar sem sjúkraliðar gátu komið og hitt á þau og tekið spjallið.
Haldin var jólafundur þann 25. nóvember 2022. Mættar voru tíu sjúkraliðar sem snæddu dýrindis fingramat, spiluðu bingó og skiptast á pökkum. Falleg stund með furðulegri jólasögu.
Haldnir voru tveir nefndarfundir hjá stjórninni, annar í október 2022 og var það fyrsti fundur þessarar stjórnar. Svo komum við saman í janúar 2023 til að taka stöðuna á málum sem komið höfðu á borð stjórnarinnar.
Um jólin útskrifuðust fjórir sjúkraliðar frá Menntaskólanum á Ísafirði og fengu útskriftarefnin varning frá sjúkraliðafélaginu og rós að gjöf. Óskum við þeim velfarnaðar í starfi.
Sjúkraliðar fóru og aðstoðuðu við blóðsykurmælingar í bænum með Lions á Ísafirði og hjúkrunarfræðingum á svæðinu.
Formaður og varaformaður sóttu sína fundi fyrir hönd deildarinnar.
Fleira var það ekki að sinni. Hlökkum til að takast á við komandi ár.
Með kærri kveðju.
Fyrir hönd stjórnar,
Linda Björk Óskarsdóttir