Ársskýrsla Suðurnesjadeildar 2021 – 2022 

Suðurnesjadeildin var endurvakin árið 2022. Aðalfundur deildarinnar var haldinn þann 3. nóvember á Park Inn Hótel í Reykjanesbæ. Auk almennra fundarstarfa var á dagskrá fyrirlestur frá Söru Pálsdóttur dáleiðara sem fræddi okkur um það hvernig losna megi við kvíða. Þótti hann takast mjög vel.  

Stjórn Suðurnesjadeildar skipa: 
Steinunn Bára Þorgilsdóttir, formaður 
Matthildur Ólöf Guðmundsdóttir, varaformaður 
Guðbjörg Ingibergsdóttir, gjaldkeri 
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir, ritari 
Sigrún Stefánsdóttir, meðstjórnandi 

Íris Davíðsdóttir lét af störfum og þökkum við henni fyrir vel unnin störf.  

Tveir fara frá Suðurnesjadeildinni á fulltrúaþing og einn fór á trúnaðarmannaráðsfund í október. Haldnir voru félagastjórnarfundir mánaðarlega á Teams. Félagsstarf á vegum Suðurnesjadeildar lá að mestu niðri vegna Covid. Sex sjúkraliðanemar útskrifuðust frá FS í vor og fjórtain í desember og færði Steinunn Bára formaður þeim rós fyrir hönd Suðurnesjadeildar.

HSS bauð upp á bólusetningarnámskeið fyrir sjúkraliða og var það Bráðaskólinn sem sá um það. Félagsmenn Suðurnesjadeildar teljast 123.

Viljum við hvetja okkar meðlimi til að nýta sér endurmenntunarsjóðinn og vera duglegar að sækja námskeið, til dæmis á vegum Framvegis.  

Fyrir hönd Suðurnesjadeildar Sjúkraliðafélags Íslands 
Steinunn Dagný Ingvarsdóttir
 

Til baka