Ársskýrsla Norðurlandsdeildar vestri 2024

Ágætu sjúkraliðar,
stjórn Norðurlandsdeildar vestri er nú skipuð þeim Ástu Karen Jónsdóttur, formanni, netfang, astaka@simnet.is og hlaut hún kosningu til ársins 2026. Meðstjórnendur er þær Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, varaformaður kosin til 2025, Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, ritari kosin til 2026, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, kosin til 2026 og Jenný Rut Valsdóttir, kosin til 2026.

Stjórn deildarinna f.v, Sigurlaug Dóra, Ásta Karen, Ólína Rut, Jenný Rut og Jóhanna

Trúnaðarmenn deildarinna eru;
Á Sauðárkróki er trúnaðarmenn þær Ólína Rut Rögnvaldsdóttir og Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir báðar kosnar til tveggja ára, frá 16. september 2024 til 16. september 2026.
Á Blönduósi var Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir kosin frá 12. september 2024 til 12. september 2026.
Á Hvammstanga var Jóhanna Gunnlaugsdóttir kosin frá 5. apríl 2024 til 5. apríl 2026.

Í kjörnefnd eru:
Á Sauðárkróki eru Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Hafdís Skarphéðinsdóttir og voru þær kosnar til tveggja ára, árin 2024-2026.
Á Blönduósi voru þær Jakobína Björg Halldórsdóttir og Þorbjörg Bjarnadóttir kosnar til tveggja ára frá 2023 til 2025.
Á Hvammstanga voru þær Jóhanna Kristín Jósefsdóttir og Helga Rós Níeldsóttir kosnar til tveggja ára 2023 til 2025.

Fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund var haldinn 15. nóvember 2023. Þar vorum við að undirbúa jólafund sem áætlað er að halda 29. nóvember 2023, við ætlum að fá Kaffi Krók til að elda fyrir okkur hangikjöt og meðlæti að hætti Kaffi Króks, ásamt því að fá kaffi og eftirrétt og eiga þar góða samveru.

26. nóvember er Evrópudagur sjúkraliða og færði stjórninn sjúkraliðum ostakörfu í tilefni dagsins.

Þann 29. nóvember mættu tíu sjúkraliðar á jólafund á Kaffi Krók og áttu notalega jólastund saman og borðuðu góðan jólamat.

Stjórnarfundur var haldinn 15. desember 2023 til að skipuleggja ferð til Amsterdam vorið 2024. Þar skiptu stjórnarmeðlimir með sér verkum við að skipuleggja ferðina til Amsterdam.

Félagsstjórnarfundur var haldin 1. febrúar í Reykjavík og mætti Ásta Karen formaður á fundinn.

Haldinn var stjórnarfundur 5. febrúar 2024 til að fara yfir það sem var klárt fyrir Amsterdam ferð. Flugið var klárt og kláruðum við að bóka herbergin fyrir hópinn í Amsterdam. Þetta er fyrsta námsferð sem svæðisdeild Norðurlands vestra fer í. Allir sem ætla í þessa ferð eru orðnir mjög spenntir. Við vorum í góðu sambandi við Írisi sem ætlaði að taka á móti okkur þegar við kæmum í heimsókn í Hogeweyk þorpið og vorum við í sameiningu að plana heimsóknina.

  • Jóhanna Gunnlaugsdóttir var kosin trúnaðarmaður fyrir Hvammstanga 5. apríl 2024

Stjórnarfundur var haldinn 10. apríl þar sem við ætlum að halda námskeið í förðun og umhirðu húðar 30. apríl 2024. Snyrtifræðingurinn Pálína Ósk á Eden snyrtistofu á Sauðárkróki ætlar halda förðunarnámskeiðið fyrir sjúkraliða norðurlands vestra. Alls mættu 9 sjúkraliðar og sjúkraliðanemar á námskeiðið. Svo var klárað að leggja loka hönd á ferðina okkar til Amsterdam.

Félagsstjórnarfundur var haldinn 15. maí og sótti formaður deildarinnar fundinn. 

Fulltrúaþing  SLFÍ var haldið 16. maí og áttum við einn fulltrúa. Útskrift úr FNV var haldin 24. maí 2024 og alls voru 18 sjúkraliðar sem útskrifuðust alls staðar af landinu og mættu 9 í útskriftina og við óskum þeim innilega til hamingju.

Farið var til Amsterdam í námsferð 29. maí til 2. júní 2024. Alls fóru 8 sjúkraliðar í þess ferð. Við hittumst á flugvellinum kl 03:30 um nóttina og var mikill spenningur í hópnum. Allir voru spenntir að fara til Amsterdam enda búnar að bíða lengi eftir þessari ferð. Það var margt skoðað eins og Body Worlds safnið og svo var toppurinn að heimsækja De Hogeweyk þar sem var tekið mjög vel á móti okkur. Það er mjög erfitt að lýsa upplifuninni sem maður fær þegar gengið er inn í  þorpið hún er bara einstök.  Í De Hogeweyk búa 188 einstaklingar sem eru með heilabilun eða Alzheimer. Við hvetjum alla aðra sjúkraliða að fara í heimsókn þangað. Við vorum allar sammála því að þetta hafi verið geggjuð ferð í alla staði.

Við héldum stjórnarfund á  Zoom 8. ágúst. Ákveðið var að auglýsa eftir hvort einhver vildi bjóða sig fram til að vera trúnaðarmaður. Það þarf að kjósa trúnaðarmenn bæði fyrir deild 1 og 2 og deild 3,5 og 6. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir býður sig áfram sem trúnaðarmann fyrir deild 1 og 2 og Guðrún Elín Björnsdóttir býður sig áfram sem trúnaðarmaður fyrir deild 3, 5 og 6. Frestur til að bjóða sig fram er 1. september og kjörkassi settur fram 2.- 14. september. 

Sjúkraliðar á Sauðárkróki ætla að bjóða sjúkraliðum á Blönduósi og Hvammstanga á Kaffi Krók og spila pílu og borða saman 26. september. Tekin var ákvörðun um að halda aðalfund 10. okt og það þarf að kjósa 4 í stjórn svæðisdeildar norðurlands vestra. Ásta Karen, Ólína Rut, Jóhanna og Jenný bjóða sig allar fram áfram í stjórn. Ákveðið var að halda jólafund í lok nóvember á Blönduósi. Ætla þær Jóhanna og Jenný að plana jólafund.

  • Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir var kosin áfram sem trúnaðarmaður á Blönduósi frá 12. september 2024 til 12. september 2026.

Kosnir voru trúnaðarmenn fyrir deild 1&2 og 3,5&6 14. september og voru 2 í framboði fyrir deild 1&2, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir og Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir. Einnig voru 2 í framboði fyrir deild 3, 5&6 voru Guðrún Elín Björnsdóttir og Ólína Rut Rögnvaldsdóttir.

  • Atkvæði féllu þannig að Hólmfríður Lilja og Ólina Rut voru kjörnir trúnarmenn fyrir tímabilið 16. september 2024 til 16. september 2026

Félagsstjórnarfundur var haldin 19. september og mættu Ásta Karen formaður og Sigurlaug Dóra varaformaður. Trúnaðarmannaráðsfundur var haldin 20. september og mættu fimm frá svæðisdeild norðurlands vestra, Ásta Karen, Sigurlaug Dóra, Hólmfríður Lilja, Ólína Rut, Jóhanna en því miður komst Guðbjörg Eva ekki.

Við mættum 10 og spiluðum pílu og borðuðum góðan mat saman á Kaffi Krók 26. september og áttum frábært kvöld saman.

BSRB 47. þing var haldið 2.-4. október og áttum við tvo fulltrúa þar, þær Ásta Karen formaður og Sigurlaug Dóra varaformaður mættu á þing.

Stjórnarfundur var haldinn 7. október til að undirbúa aðalfund sem verður 10. október. Svo var rætt hvað við gætum gert vegna Evrópudags sjúkraliða 26. nóvember næst komandi.

Aðalfundur var haldinn 10. október og mættu 10 á aðalfund sem var haldinn á HSN Sauðárkróki. Kosið var formann til tveggja ára og var Ásta Karen Jónsdóttir endurkjörin sem formaður og þurfti að kjósa þrjá aðra stjórnarmeðlimi og voru þær Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Jenný Rut Valsdóttir endurkjörnar í stjórn. Kjósa þurfti kjörmenn á Sauðárkróki og voru þær Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Hafdís Skarphéðinsdóttir endurkjörna til 2 ára 2024-2026. Eftir fundinn fórum við á Gránu og borðum góðan mat og áttum gott kvöld saman. Kosin var fulltrúi til að mæta á  Fulltrúaþing  SLFÍ í apríl 2025 og var Jóhanna Gunnlaugsdóttir kosin sem fulltrúi svæðisdeild norðurlands vestra og Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir til vara.

Áætlað er að halda jólafund í lok nóvember 2024 á Blönduósi. 
Fjöldi félagsmanna deildarinnar er nú 58.
Áætlað er að útskrifa 11 sjúkraliða um jólin 2024 og 18 vorið 2025 frá FNV

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist!

Stjórnin vill þakka góðar stundir,
Ásta Karen Jónsdóttir, formaður Norðurlandsdeildar vestri.

Til baka