Ársskýrsla Norðurlandsdeildar vestri 2023
Ágætu sjúkraliðar.
Ný stjórn Norðurlandsdeildar vestri var kosin á aðalfundi 5. janúar 2023, stjórnina skipa nú;
Ásta Karen Jónsdóttir, formaður, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, varaformaður, Ólína Rut Rögnvaldsdóttir, ritari, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, meðstjórnandi og Jenný Rut Valsdóttir, meðstjórnandi. Stjórn er kosin til tveggja ára, fyrir utan varaformann sem var kosinn árið 2021.
Trúnaðarmenn deildarinnar eru;
á Sauðárkróki, þær Guðrún Elín Björnsdóttir og Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, kosnar til 2024, á Blönduósi, Guðbjörg Eva Guðjartsdóttir kosin til 2024 og
á Hvammstanga, Ingibjörg Jónína Finnsdóttir kosin til 2025
Í kjörnefnd eru:
á Sauðárkróki þær Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Hafdís Skarphéðinsdóttir og voru þær kosnar til 2 ára 2022 – 2024, á Blönduósi eru Jakobína Björg Halldórsdóttir og Þorbjörg Bjarnadóttir voru kosnar til 2 ára 2023 – 2025, á Hvammstanga eru Jóhanna Kristín Jósefsdóttir og Helga Rós Níeldsóttir voru kosnar til tveggja ára 2023 til 2025.
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar var haldin 16. janúar og var fundurinn haldin á netinu vegna þess að stjórnarmeðlimir voru með Covid. Deildin átti stórafmæli 18. nóvember 2021, eða 30 ára afmæli, en ekkert var hægt að gera vegna takmarkana þar sem Covid var að flækjast fyrir okkur. Á fundinum kom tillaga að fara á Abba tónleika í Hofi 25. mars og út að borða á Verksmiðjunni. Allir í stjórn skiptu með sér verkum til að undirbúa afmælisferð. Við ræddum líka að það er mikill áhugi innan deildar að fara í námsferð, t.d. til Amsterdam og var tekin ákvörðun að athuga hvort áhugi væri að fara vorið 2024. Við ætlum að athuga áhuga á aðalfundi í október.
Fundur framkvæmdardarstjórnar var haldin 16. febrúar 2023, hann sótti formaður deildarinna, Ásta Karen Jónsdóttir. Kjarmál voru rædd, komandi kjarsamningar yrðu stuttir eða til 1. árs. Áhersla er lögð á að hækka launatöflu, laga vaktahvata og bæta stórhátíðarálag, þar sem það er mjög erfitt að fá fólk til að vinna á stórhátíðardögum. Einnig á að reyna að bæta vinnuskil. Lífeyrismál opinbera starfsmanna voru rædd. Svæðisdeildar eru hvattar til að halda stjórnar fundi á Teams.
Stjórnin fundaði 20. febrúar til að halda áfram að plana afmælisferðina okkar og aftur þann 20. mars til að leggja lokar hönd á ferðina. Á þessum fundi var líka rætt um komandi kjarasamning og vaktahvata.
AFMÆLISFERÐ
18. nóvember 2021 átti deildin okkar 30. ára afmæli en ekkert var hægt að gera vegna Covid.
25. mars 2023 fórum við 15 saman í afmælisferð, komu þær frá Hvammstanga á einkabíl til Blönduóss og fóru þær saman í rútu og pikkuðum svo upp sjúkraliða bæði á Sauðárkróki og Varmahlíð þaðan sem var haldið til Akureyrar. Farið var út að borða á Verksmiðjunni, fengum æðislegan mat og góða þjónustu. Fórum svo saman á Abba tónleika í Hofi sem voru rosalega flottir tónleikar. Þetta var æðisleg ferð og vorum að koma heim seint um nóttina.
Í apríl var kosið um nýja kjarasamninga, sem voru samþykktir. Þessi kjarasamning er til eins árs og meiri hluti félagsmanna er sáttur með samninginn. Vaktahvati var aðeins lagaður til hins betra en margir vilja sjá meiri breytingu á hvatanum.
Félagsstjórnarfundur var haldin 24. maí og sótti formaður deildar fundinn.
Haldið var fulltrúaþing SLFÍ 25. maí og áttum við einn fulltrúa þar, Ásta Karen Jónsdóttir mætti og var þetta hennar fyrsta fulltrúaþing.
31. maí bauð stjórn Norðurlandsdeildar eystri okkur í svæðisdeild Norðurlands vestra með sér í afmælisferð. Því miður var mjög dræm þáttaka hjá okkur, en við fóru þrjár og hittum þær á Árskógssandi og fórum með ferjunni til Hríseyjar og áttum með þeim skemmtilegan dag.
Við héldum stjórnarfund 24. ágúst þar sem ákveðið var að halda aðalfund 17. október klukkan 17:30 á Blönduósi. Við ræddum sjúkraliðadaginn hvað við ættum að gera og vorum allar sammála að gera eitthvað fyrir sjúkraliðana sjálfa til dæmis hafa köku á deild eða finna uppá einhverju sniðugu. Við ræddum líka um að fara í námsferð í lok maí 2024.
4. október var haldin félasstjórnarfundur og sótti Ásta Karen Jónsdóttir þennan fund.
5. október var haldið trúnaðamannaráðsfundur og sóttu þær Ásta Karen Jónsdóttir, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir og Guðrún Elín Björnsdóttir þingið.
Aðalfundur var haldin 17. október 2023 í fundarsal HSN Blönduósi. Alls mættu sex ásamt stjórn Norðurlandsdeildar vestri. Við fórum svo saman út að borða á veitingarstaðunum Teni á Blönduósi. Við ræddum hvort áhugi væri að fara í námsferð til Amsterdam í lok maí 2024 og var mikil áhugi á því. Við ræddum um að halda jólafund í endaðan nóvember og ætlum við að bjóða sjúkraliðanemum á jólafundinn. Við kusum varformann og bauð Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir sig fram og var hún samþykkt, við kusum líka kjörmenn á Hvammstanga og voru þær Jóhanna Kristín Jósefsdóttir og Helga Rós Níeldsóttir kosnar. Það þurfti að endurnýja kjörmenn á Blönduósi og voru þær Jakobína Björg Halldórsdóttir og Þorbjörg Bjarnadóttir kosnar. Við færðum Guðrún Elínu Björnsdóttir, fyrverandi fomanni, og Geirlaugu Jónsdóttir, fyrverandi ritara, blóm og þökkuðum þeim fyrir góð störf innan deilarinnar til margra ára.
Áætlað er að halda félagsfund/jólafund 29. nóvember 2023. Fjöldi félagsmanna deildarinnar er nú 59.
Fjöldi útskrifaðra sjúkraliða áramótinn 2023 eru áætlaðir 6 sem og 13 sem áætlað að útskrifist vorið 2024.
Samstaða er afl sem ekkert fær staðist!
Stjórnin vill þakka góðar stundir,
Ásta Karen Jónsdóttir, formaður Norðurlandsdeildar vestri.