Fréttir

Annar verkfallsdagur. Fundur á morgun kl. 13

14 maí. 2014

 

Allt útlit er fyrir að á morgun hefjist annar verkfallsdagur í kjaradeilu okkar við SFV.

Gert er ráð fyrir að í fyrramálið kl. 08 að trúnaðarmenn Sjúkraliðafélagsins og trúnaðarmenn SFR ásamt öðrum félagsmönnum í verkfallsvörslu fari á sama vinnustað og sl. mánudag. Heimsóknin gengur út á að líta við á vettvangi og tryggja að ekki sé verið að fremja nein verkfallsbrot og vinnustaður viti að við tökum verkfallið mjög alvarlega. Við gerum ráð fyrir að allir trúnaðarmenn taki þátt í þessari heimsókn á vinnustaðina og aðrir félagsmenn komi einnig á vettvang til að sýna stuðning og fylgja með því baráttu okkar eftir.

 

Þeir sem ekki tóku þátt í verkfallsvörslunni síðast en vilja taka þátt núna geta haft samband við félögin í símum 553-9494 SFLÍ  og 525-8340 hjá SFR.

 

Kl. 13 boðum við alla trúnaðarmenn,  verkfallsvörsluhópana og aðra félagsmenn til fundar sem haldinn verður á Fosshótel Lind Rauðarárstíg 18 (beint á móti BSRB húsinu Grettisgötumegin). Þar förum við yfir hvernig gekk um morguninn og skipuleggjum framhaldið og því er  mikilvægt að sem flestir mæti.

 

Samningafundur hófst í dag kl. 15 hjá Sáttasemjara Við vonum að sjálfsögðu að okkur takist að komast áleiðis að samkomulagi. Ef staðan breytist í kvöld/nótt þá látum við vita með tölvupósti og á heimasíðum félaganna.

 

Að öllu óbreyttu vonum að allt gangi vel í fyrramálið og við sjáumst kl. 13 á Fosshóteli Lind.

 

Sjá fréttabréf sem sent var á félagsmenn.

Til baka