Ályktun baráttufundar SLFÍ, SFR og LL í Háskólabíó
16 sep. 2015
Sanngjarnar og
raunhæfar kröfur
Félagsmenn á baráttufundi fyrir bættum kjörum, í Háskólabíói 15. september 2015 kl. 17, krefjast þess að ríkisstjórn Íslands taki raunhæf skref í átt að lausn á kjaradeilu SFR, SLFÍ og LL við ríkið. Staðan er grafalvarleg. Ef ekkert verður að gert stefnir í að fleiri þúsund starfsmenn innan almannaþjónustunnar fari í aðgerðir með tilheyrandi áhrifum og álagi á samfélagið allt.