Aðventukransagerðarnámskeið
10 nóv. 2014
Laugardaginn 29. nóvember ætlum við að bjóða upp á námskeið í aðventukransagerð. Tilvalið fyrir saumaklúbba eða litla hópa að koma saman og föndra fyrir jólin.
Hægt er að velja um tvær leiðir á þessu námskeiði.
verð 1. kr 2.500
Innifalið í verði er sýnikennsla á aðventuskreytingum, kaffi og smákökur
Verð 2. kr: 6.000
Innifalið í verði er sýnikennsla á aðventuskreytingum, kaffi og smákökur
Grunnefni í aðventukrans þ.e kransaundirlag, vír, greni, kertahöldur og glært lakk.
Við á Munaðarnes Restaurant ætlum að bjóða upp á smá jólahlaðborð að loknu föndri. Í boði verður:
Reyktur og grafinn lax
Síld og rúgbrauð
Sveitapaté
Reykt nautatunga
Purusteik
Ris ala mande
Verð kr 4.200 á manninn
Lokaskráning er miðvikudaginn 26. nóvember annað hvort hér á facebook eða í síma 852 1601. Taka þarf fram hvora leiðina á námskeiðinu þið kjósið að fara og hvort þið ætlið að koma í kvöldmat. Greiðslu þarf að leggja inn fyrir þessa dagsetningu vegna námskeiðsins í síðasta lagi 26. nóvember. Upplýsingar um greiðslu verða sendar í tölvupósti við skráningu. Við skráningu þarf að gefa upp netfang þannig að hægt sé að senda upplýsingar um námskeiðið til ykkar. Hægt verður að borga í matinn á staðnum en panta þarf í síðasta lagi miðvikudaginn 26. nóvember.
Hlökkum til að sjá sjá ykkur í jólafíling
Hér er svo linkur á viðburðinn á facebook: https://www.facebook.com/