Fréttir

Aðalnámskrá

23 ágú. 2011

Sjúkraliðanám er 206 feininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar.

Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir.

Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.

 

Hér má nálgast aðalnámskrá Sjúkraliðabrautar.

 

Þeir skólar sem bjóða upp á sjúkraliðabraut eru m.a. þessir:

Fjölbrautaskólinn við Ármúla

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Fjölbrautaskóli Vesturlands

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum

Menntaskólinn á Ísafirði

Verkmenntaskólinn á Akureyri

 

Til baka