Fréttir

Skýrsla stjórnar

3 jan. 2006

Ársskýrsla Sjúkarliðadeildar Vestmannaeyja

Nú eru flest allir sjúkraliðar í Vestmannaeyjum sameinaðir í SIFÍ og vil ég segja að þar hafi mikið gæfuspor verið stigið, og ég minni á að sameinuð stöndum við en sundruð föllum við.

2004-2005

      

 

Ég er alveg í skýjunum með nýja kjarasamninginn okkar eins og flest allir sjúkraliðar í Eyjum. Það er þó alltaf einn og einn sem ekki verða ánægðir og vil ég minna þá á að hægt er að vinna sig upp launatöfluna með ýmsum aðferðum t.d. með því að taka eitthvað af námskeiðum sem Framvegis býður uppá. Framundan er heilmikil vinna eftir við að útbúa stofnsamninga sem eiga að vera klárir fyrir 1. maí, en þá verður okkur varpað yfir í nýja launatöflu.

Starfsárið 2004-2005

 

    

Á síðasta starfsári hélt stjórn Sjúkraliðadeildar Vestmannaeyja nokkra stjórnarfundi og fjóra félagsfundi.  Engin breyting verður á stjórn enda er hún kosin til tveggja ára í senn og tímabilið rétt hálfnað.

Þá er komið að því ,,enn og aftur að ég sendi frá mér ársskýrslu og ég sem var nýbúin að því, það er naumast hvað tíminn líður hratt á sjúkraliðaöld (gervihnattaöld).

    

 

Ýmislegt hefur verið brallað í vetur og ætla ég að segja frá því helsta.  Jólafundurinn okkar var haldinn 27. nóvember á Fjólunni þar sem við skiptumst á jólagjöfum af  ýmsum toga og sumar þeirra vöktu mikla kátínu eins og þið munið, sérstaklega þessi sem yngsti sjúkraliðinn á deildinni keypti í útlandinu.

    

Fundurinn okkar í febrúar var mjög góður, Sonja sagði okkur frá trúnaðarmannanámskeiðinu sem hún og Hjödda fóru á. Helga Björk næringafræðingur kom til okkar og hélt fyrirlestur sem allir höfðu gaman af og var mikið spurt og spekúlerað.

 

Í endan apríl hittust sjúkraliðar og fjölskyldur þeirra upp á Nýja hrauni þar sem við gróðursettum hríslur og áttum góðan dag saman.

 

Svo komum við einnig saman til þess að baka okkar heimsfrægu sjúkraliðakleinur sem runnu út eins og heitar lummur eða á ég kannski að segja runnu út eins og heitar kleinur?!  Ég vil minna á að allur ágóðinn af kleinubakstrinum fer í menningar og vísindaferðina sem við ætlum í þegar deildin verður 30 ára.

 

Síðastliðin vetur fór ég suður á þrjá fundi hjá SIFÍ alltaf gott að mæta þangað og heyra í þeim hljóðið þar voru ýmis mál rædd að sjálfsögðu kjarasamningar o.fl. Á einum af þessum fundum var rætt um að halda haustfund SIFÍ í Eyjum eða á vesturlandi. Það er skemmst frá því að segja að Vestmannaeyjar höfðu vinninginn þannig að SIFÍ ætlar að halda haustfund sinn í Eyjum 19. og 20. oktober. 19. okt klukkan 17:00 verður opinn fundur sem allir geta mætt á. Þetta verður allt auglýst nánar síðar.

 

Kveðja

Hafdís Sigurðardóttir

Til baka