Trúnaðarmannaráð

Trúnaðarmannaráð skal starfrækt á vegum og vettvangi SLFÍ. Formaður SLFÍ er samhliða formaður Trúnaðarmannaráðsins.

 

Fundir trúnaðarmannaráðs SLFÍ:

  • Trúnaðarmannaráð SLFÍ skal kallað saman a.m.k. einu sinni á ári seinni hluta árs.
  • Fundir trúnaðarmannaráðs skulu að jafnaði standa yfir í einn dag.
  • Formaður trúnaðarmannaráðsins kallar það saman til fundar og stýrir fundum þess.
  • Formaður kemur ályktunum og samþykktum trúnaðarmannaráðsins á framfæri við félagsstjórn
  • SLFÍ og aðra eftir atvikum og fylgir þeim eftir. Formaður skal kalla trúnaðarmannaráðið saman ef a.m.k. 25% trúnaðarmanna krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni.
  • Trúnaðarmannaráð SLFÍ getur tekið ákvarðanir um málefni félagsins samkvæmt tillögum félagsstjórnar sem ekki er skylt að bera upp á Fulltrúaþingi þess.
  • Tillögur frá félagsstjórn skulu fylgja fundarboði með a.m.k. einnar viku fyrirvara fyrir fundi trúnaðarmannaráðsins.