Stefna SLFÍ

Stefna SLFÍ endanleg samþykkt á 26. þingi félagsins 2017.

Velferðarþjónusta

Að velferðarþjónusta sé rekin á samfélagslegum grunni.
Að almannatryggingar verði efldar svo þær standi undir hlutverki sínu og dregið verði úr víxlverkunaráhrifum til niðurskurðar.
Að tryggt verði að lagarammi um almannaþjónustu veiti öllum jafnan aðgang óháð efnahag og búsetu.

 

Atvinnu-/heilbrigðismál

Að heilbrigðisþjónustunni verði tryggt nægt opinbert fjármagn til reksturs og tækjakaupa.
Að heilbrigðiskerfinu verði tryggður mannsæmandi húsakostur og starfsaðstaða.
Að tryggður sé öflugur opinber vinnumarkaður og að hann sé samkeppnisfær um kaup og kjör við almennan vinnumarkað.
Að stytta vinnuviku vaktavinnufólks.
Að tryggt sé að sjúkraliðar gangi fyrir til sjúkraliðastarfa og fagmenntun þeirra sé nýtt. Að tryggt verði að sjúkraliðar hafi möguleika á 100% starfi óski þeir þess.
Að sjúkraliðum verði gefinn kostur á heilsueflingu í vinnutíma.

 

Jafnréttismál

Að launamisrétti kynjanna verði eytt með markvissum aðgerðum.
Að allir búi við jafnrétti á vinnumarkaði.
Að einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum verði upprætt.
Að tryggt verði að sjúkraliðar hafi möguleika á 100% starfi óski þeir þess.

 

Kjaramál

Að vinnuvikan verði stytt í 36 stundir.
Að lögfest verði að full vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks.
Að kjarasamningur taki við af kjarasamningi.
Að hlutfall launa sjúkraliða verði áfram að lágmarki 80% af launum hjúkrunarfræðinga.
Að laun verði leiðrétt í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við breytingu lífeyrisréttinda.
Að réttur launafólks til fjarvista frá vinnu vegna langtímaveikinda eða andláts barna og nánustu aðstandenda verði tryggður án skerðingar launa.
Að öll menntun verði metin til launa.

 

Lífeyrismál

Að dregið verði úr tekjutengingu bóta og lífeyrisgreiðslna.
Að ríkissjóður og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar gagnvart lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna.

 

Hér má sækja stefnu SLFÍ í pdf formi