Starfsnefndir

Í 29. gr. laga Sjúkraliðafélags Íslands er kveðið á um að fulltrúaþing félagsins kjósi starfsnefndir sem starfa á starfsárinu. Starfsnefndir kjörnar af fulltrúaþingi SLFÍ, skulu starfa í umboði og á ábyrgð stjórnar félagsins, nema annað sé sérstaklega ákveðið.


Nefndirnar eru eftirfarandi: 

Kjörstjórn,  Kjaramálanefnd, Kjararáð, Siðanefnd, Laganefnd, Ritnefnd, Orlofsheimila- og ferðanefnd, Fræðslunefnd og Uppstillinganefnd.

           

Sérstakar starfsnefndir stjórnar

Félagsstjórn er heimilt að skipa starfsnefndir til að vinna að ákveðnum verkefnum. Hver nefnd kýs sér formann og skal hann leggja niðurstöður nefndarinnar fyrir félagsstjórn áður en þær eru kynntar á öðrum vettvangi.