Skipurit

 

 

 

 

Svæðisdeildir eru níu. Stjórnir svæðisdeildanna eru skipaðar 5 aðalmönnum og einum til vara. Kosið er í stjórn til 2 ára. Formaður á sæti í félagsstjórn.

 

 

 

Svæðisdeildir eru níu. Stjórnir svæðisdeildanna eru skipaðar 5 aðalmönnum og einum til vara. Kosið er í stjórn til 2 ára. Formaður á sæti í félagsstjórn.

Fulltrúaþing SLFÍ er haldið árlega. 
Einn fulltrúi er tilnefndur fyrir hverja 100 félagsmenn. Þingfulltrúar eru kosnir af aðalfundi deildanna, þingfulltrúar eru 23. Fulltrúi kjararáðs á sæti á þinginu án atkvæðisréttar. Félagsmenn eiga rétt til þingsetu án atkvæðisréttar.

Skipan þingfulltrúa SLFÍ 
Formenn svæðisdeilda sitja fulltrúaþingið án atkvæðisréttar séu þeir ekki kjörnir fulltrúar sinnar svæðisdeildar.

Félagsstjórn skipa: 
Formenn svæðisdeilda eru sjálfkjörnir auk framkvæmdastjórnar. Formaður félagsins stýrir fundum, sem haldnir eru ársfjórðungslega.

Framkvæmdastjórn félagsins skipa: 
Formaður kjörinn til 3 ára, auk varaformanns, gjaldkera og ritara, auk tveggja varamanna sem kjörnir eru til tveggja ára.

Lífeyrisdeild SLFÍ: 
Stjórnin skipar 5 menn og 5 varamenn. Einn stjórnarmanna skal tilnefndur af stjórn Reykjavíkurdeildarinnar.

 

Nefndir

Siðanefnd:
Skipuð 3 fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til 2 ára.

Laganefnd:
Skipuð 3 fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til 2 ára.

Uppstillingarnefnd:
Skipuð 5 fulltrúum auk tveggja varamanna, kjörin til 3 ára.

Ritnefnd:
Skipuð 3 fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til 2 ára.

Fræðslunefnd:
Skipuð 3 fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til 2 ára.

Orlofsheimilanefnd:
Skipuð 3 fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til 2 ára.

Kjaramálanefnd:
Átta kjörnir fulltrúar auk formanns sem er sjálfkjörinn. Kosið er í nefndina til 2 ára.

 

BSRB

Þing BSRB sækja: 
Einn fulltrúi félagsins fyrir hverja 100 félagsmenn

Aðalfundur 

Sitji stjórnarmenn hann sem fulltrúar fyrir fyrstu 400 félagsmenn bandalagsfélags, en félögin kjósi viðbótarfulltrúa fyrir hverja 400 félagsmenn bandalagfélags þar fram yfir eða brot úr þeirri tölu.

Önnur ráð og aðild

Félagið er aðili að:

Evrópusambandi sjúkraliða. Formaður félagsins á sæti í stjórn sambandsins. Félagið á rétt á að senda 3 fulltrúa á aðalfundi samtakanna.

Kjararáð:
Annast kjarasamning og er skipað þremur fulltrúum auk formanns.

 

Félagskjörnir skoðunarmenn:
Tveir fulltrúar, auk tveggja varamanna. Kjörnir á fulltrúaþingi.