Skipulag

Framkvæmdastjórn skipa formaður sem kjörinn er til þriggja ára, varaformaður, gjaldkeri og ritari, auk tveir varamenn sem kjörnir eru til tveggja ára.

Félagsstjórn skipa formenn svæðisdeilda sem eru sjálfkjörnir auk framkvæmdastjórn. Formaður félagsins stýrir fundum sem haldnir eru ársfjórðungslega.

Deildir

Svæðisdeildir eru níu - Stjórnir svæðisdeildanna eru skipaðar fimm aðalmönnum og einum til vara. Kosið er í stjórn til tveggja ára. Formaður á sæti í félagsstjórn.

Deild sjúkraliða með sérnám - Vinnur að framgangi hjúkrunar, viðurkenningu á aukinni menntun sjúkraliða á viðkomandi sviði og er stjórn og nefndum félagsins til ráðgjafar.

Eftirlaunadeild - Stjórnin skipar fimm menn og jafn marga til vara. Einn stjórnarmanna skal tilnefndur af stjórn Reykjavíkurdeildarinnar.

Ungliðadeild - Vinnur að framgangi sjúkraliða og er stjórn og nefndum félagsins til ráðgjafar.

Nefndir

Kjaramálanefnd - Átta kjörnir fulltrúar auk formanns sem er sjálfkjörinn í nefndina og er formaður hennar. Kosið er í nefndina til tveggja ára. Kosning í nefndina fer fram árlega og kosnir fjórir fulltrúar hverju sinni. Endurkjör er heimilt. Tveir nefndarmanna skulu tilnefndir og valdir úr hópi starfandi félagsmanna á landsbyggðinni, þ.e. utan Reykjavíkurdeildarinnar.

Kjararáð - Annast kjarasamning og er skipað þremur fulltrúum auk formanns.

Fræðslunefnd - Skipuð þremur fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til tveggja ára.

Laganefnd - Skipuð þremur fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til tveggja ára.

Uppstillingarnefnd - Skipuð fimm fulltrúum auk tveggja varamanna, kjörin til þriggja ára.

Ritnefnd - Skipuð þremur fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til tveggja ára.

Siðanefnd - Skipuð þremur fulltrúum auk eins varamanns, kjörin til tveggja ára.

Orlofsheimilanefnd - Skipuð þremur fulltrúum auk einn til vara til tveggja ára. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að orlofsmálum félagsmanna með uppbyggingu orlofsheimila og skipulagningu sumarleyfisferða, sjálfstætt eða í samstarfi við BSRB og/eða önnur samtök launþega.

Formlegt samstarf

BSRB - Félagsmenn sækja aðalfundi og þing BSRB og ræðst fjöldi fulltrúa á aðalfundi og þing af fjölda félagsmanna Sjúkraliðafélagsins. 

EPN - Félagið er aðili að The European Council of Practical Nurses, sem stuðlar að efla sameiginlega hagsmuni á starfssviði sjúkraliða í Evrópu. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands á sæti í stjórn EPN og hefur félagið rétt á að senda þrjá fulltrúa á aðalfundi samtakanna.