Starfsþróunarsjóður SLFÍ

Til Símenntunar- og starfsþróunarsjóðs félagsins greiðir ríkið 0.75% af öllum launum, SFV greiðir 0.65% af öllum launum, Sveitarfélögin greiða 0.60% og Reykjavíkurborg greiðir 0.45% af öllum launum 

Viðbótarframlag

Í bókun 3 með samningi félagsins við Reykjavíkurborg er samkomulag um 0.30% í viðbót á framlagi, en því skuli ráðstafað í samráði við félagið.

 

 

STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR

SJÚKRALIÐAFÉLAGS ÍSLANDS

 

Reglur Starfsþróunarsjóðs

 

1. gr. HEITI

Sjóðurinn heitir Starfsþróunarsjóður Sjúkraliðafélags Íslands og starfar með því skipulagi og markmiði

sem segir í reglum þessum.

Heimili sjóðsins og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. gr. MARKMIÐ OG TILGANGUR

Markmið sjóðsins er að bæta möguleika sjúkraliða sem eru félagsmenn SLFÍ til að auka menntun sína án þess að þeir beri verulegan kostnað af, né verði fyrir tekjutapi af námi, sem beinlínis er við það miðaða að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði. Sjóðurinn stuðli að því með störfum sínum að sjúkraliðar án verulegs kostnaðar eigi kost á að sækja námskeið sem gefi þeim möguleika á að taka að sér vandasamari störf. Ennfremur skal það vera hlutverk sjóðsins að hlúa að rekstri Fræðsluseturs félagsins. Hlutverk þess er að vera hugmyndabanki/framkvæmdaaðili og meta þörf fyrir fræðslu hjá stofnunum eða stofnanahópum og hafa frumkvæði að því að búa til námskeið sem svara þeirri þörf.

 

3. gr. SJÓÐURINN STYRKIR

Sjóðstjórn er heimilt að veita styrki til neðangreindra aðila til eftirtalinna viðfangsefna, enda samrýmist

þau markmiðum sjóðsins samkvæmt 2. grein reglnanna.

1. Til sjúkraliða til að:

a) sækja námskeið eða nám innanlands eða erlendis

b) kannanna eða ákveðinna verkefna sem teljast til endur-, viðbótar- eða símenntunar sjúkraliða

2. Sjúkraliðafélags Íslands til:

námskeiðhalds á vegum félagsins eða sem það stendur að í samvinnu við skóla eða aðrar

menntastofnanir.

3. Til stofnana sem eru aðilar að sjóðnum þ.e:

ríkisstofnanna, Reykjavíkurborgar, einstakra sveitarfélaga eða stofnanna á þeirra vegum og/eða

annarra stofnanna sem greiða til sjóðsins af tekjum félagsmanna.

4. Sérstök verkefni sjóðsstjórnar:

verkefni og/eða nám sem sjóðstjórn skipuleggur.

5. Fræðslusetur SLFÍ:

sjóðurinn greiðir framlag til rekstur Fræðsluseturs SLFÍ samkvæmt reglum og/eða ákvörðun

stjórnar sjóðsins á hverjum tíma. Auk þess styrkir sjóðurinn verkefni sem aðilar semja um í kjarasamningi. Umsóknir skulu sendar stjórn sjóðsins þar sem fram kemur lýsing á því fræðsluverkefni sem sótt er um styrk til, skipulagi þess, efnisinntaki, áætlaðri framkvæmd, kostnaði, öðrum styrkjum og framlagi umsækjanda. Úthlutun úr sjóðnum skal fara fram a.m.k. ársfjórðungslega. Stjórnin skal koma sér upp samræmdu matskerfi á umsóknum m.a. með tilliti til þeirra þarfa sem umsækjendur telja sig þurfa að uppfylla

og setur sér nánari starfsreglur.

 

Sjá úthlutunarreglur

 

4. gr. TEKJUR - ÁRSREIKNINGUR

Tekjur sjóðsins eru sem svarar 0,35% af heildarlaunum félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands. Framlag vinnuveitenda skal greitt fyrir 10. hvers mánaðar inn á reikning sjóðsins í þeirri fjármálastofnun sem stjórn sjóðsins ákveður. Sjóðurinn skal ávaxtaður á þann hátt sem sjóðstjórn telur hagkvæmasta á hverjum tíma. Stjórn sjóðsins er heimilt að semja við aðra aðila um að sjá um daglega umsýslu hans þar á meðal bókhald. Allar greiðslur úr sjóðnum skulu áritaðar af formanni og varaformanni. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Ársreikningur sjóðsins skal endurskoðaður af endurskoðanda félagsins.

 

5. gr. TEKJUR FRÆÐSLUSETURS

Framlag atvinnurekenda til Fræðsluseturs félagsins er umsamið hlutfalla 0,15% af heildarlaunum félagsmanna og skal greitt til sjóðsins árin 2002, - 2003, - 2004.

 

6. gr. STJÓRN

Framkvæmdastjórn félagsins skipuð fjórum mönnum, kjörin á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags

Íslands fer með stjórn sjóðsins til tveggja ára. Stjórnin kýs sér formann og varaformann. Stjórnin

skal halda gerðabók og rita í hana samþykktir sínar. Til þess að samþykkt sé lögmæt þarf meirihluti

stjórnarmanna að greiða henni atkvæði. Stjórnin stýrir starfi sjóðsins, metur umsóknir, veitir styrki

og hefur eftirlit með framkvæmd þess sem styrkt er. Stjórnin skal árlega gera skýrslu um störf sín.

 

7. gr. REGLUR

Reglur Starfsþróunarsjóðs skulu lagðar fyrir fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands til samþykktar.

Reglum sjóðsins má aðeins breyta á fulltrúaþingi félagsins. Úrslitum um reglubreytingar ræður

einfaldur meirihluti greiddra atkvæða enda sitji fundinn a.m.k. 2/3 hluti kjörinna fulltrúa.

Reglur Starfsþróunarsjóðs Sjúkraliðafélags Íslands eins og þær er, voru lagðar fyrir og samþykktar

á fulltrúaþingi félagsins 14. maí 2003.

Starfsþróunarsjóður SLFÍ