Starfsmenntasjóður Sjúkraliðafélags Íslands

Starfsmenntasjóður SLFÍ tekur við af Starfsmenntunarsjóði BSRB sem verður lagður niður 2016.

Hér getur þú skoðað starfsreglur starfsmenntasjóðs

Skipulagsskrá Starfsmenntasjóðs Sjúkraliðafélags Íslands 

Starfsmennta- og fræðslusjóðir stéttarfélaga eru fjármagnaðir með framlagi atvinnurekenda.

Til Starfsmenntasjóðs SLFÍ greiðir ríkið og þeir sem fylgja samningum þess  0.22% af öllum launum.  Sveitarfélögin og Reykjavíkurborg  greiða hinsvegar 0.30% af öllum launum.

Fjárhagur sjóðsins leyfir að hann veiti sjóðsfélögum allt að 60,000. – kr. styrk á tveimur árum. Hafi sjóðfélagi fullnýtt sér styrkinn á hann ekki rétt á fjárveitingu úr sjóðnum næstu tvö árin.

 

Sjúkraliðafélag Íslands hefur tekið að sér umsýslu sjóðsins fyrir sjúkraliða, umsóknir sendist til félagsins.