Starfsmenntasjóður SLFÍ

Starfsmenntasjóður Sjúkraliðafélags Íslands er fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda. Til sjóðsins greiðir ríkið og þeir sem fylgja samningum þess 0.32% af öllum launum. Sveitarfélögin og Reykjavíkurborg greiða 0.30%.

Markmið sjóðsins er að styðja félagsmenn Sjúkraliðafélagsins til starfsnáms og símenntunar án verulegs kostnaðar svo þeir getið viðhaldið menntun sinni og þekkingu í samræmi við lög um heilbrigðisstarfsmenn.

Fjárhagur sjóðsins hefur svigrúm til að veita félagsmönnum allt að 60,000 kr. styrk á tveimur árum. Hafi sjóðfélagi fullnýtt sér styrkinn á hann ekki rétt á fjárveitingu úr sjóðnum næstu tvö árin.

Styrkir úr þessum sjóði eru einungis veittir sjúkraliðum til náms eða námskeiða sem beinlínis eru ætluð til að auka þekkingu þeirra, viðhalda menntun og tileinka sér framfarir í heilbrigðisþjónustu.

Skipulagsskrá Starfsmenntasjóðs Sjúkraliðafélags Íslands