VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Sjúkraliðar sem eiga erfitt með að stunda vinnu vegna heilsubrests eða sjá fram á að eiga erfitt með það vegna skertrar starfsgetu eiga rétt á þjónustu hjá ráðgjafa VIRK, Starfsendurhæfingarsjóði.

Ráðgjöfin er félagsmönnum að kostnaðarlausu og er miðuð að þörfum hvers og eins. Innan BSRB starfa þrír ráðgjafar á vegum VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs sem hafa það hlutverk að aðstoða félagsmenn við að finna leiðir og lausnir vegna endurkomu til vinnu. Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins má lesa hér.