Minningarsjóður

Minningarkort SLFÍ


Árið 1997 var á vegum Sjúkraliðafélags Íslands stofnaður minningar- og styrktarsjóður, sem fjármagnaður er með sölu minningarkorta og rennur allur hagnaður af sölu kortanna óskiptur til sjóðsins.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja félagsmenn sem eiga í fjárhagserfiðleikum vegna veikinda þeirra sjálfra, maka þeirra eða barna eða af öðrum óviðráðanlegum orsökum. Sjúkraliðar og aðrir velunnarar stéttarinnar eru beðnir að styrkja Minningar- og styrktarsjóð Sjúkraliðafélags Íslands með kaupum á minningarkortum, ef tilefni er vegna andláts vinar eða ættingja.


Kortin eru til sölu á skrifstofu félagsins. Símar 553 9493 og 553 9494, fax 553 9492. Eins er hægt að fylla út eyðublað hér á síðunni og senda rafrænt.