Framhaldsnám

Háskólinn á Akureyri vinnur nú að tillögum fyrir Menntamálaráðuneytið að fagnámi á háskólastigi fyrir sjúkraliða til diplómagráðu . Námið yrði 60 ECTS einingar tekið með vinnu á tveimur árum og námslok á hæfniþrepi 5.1. Námið verður hugsað fyrir sjúkraliða sem hafa áhuga á að auka sérhæfni sína og þekkingu. Hljóti verkefnið brautargengi er mögulegt að kennsla hefjist í fyrsta lagi námsárið 2019-2020.