Af hverju sjúkraliðanám?

Helstu ástæður þess að þú ættir að velja sjúkraliðanám.

Hvað er svona jákvætt við sjúkraliðamenntunina?
 

  • Gefandi starf og skemmtilegt
  • Starfsöryggi (skortur á fagmenntuðu fólki )
  • Ágæt laun ( hægt er að ná framgangi í starfi og um leið hærri laun)
  • Getur sjálfur stýrt því í hve hárri starfsprósentu unnið er
  • Geta unnið á þeim tímum sem heimilinu hentar (dag kvöld eða helgar)
  • Starfsmöguleikar eru fjölbreytilegir (tilbreytingaríkt og fjölþætt)
  • Starfsmöguleikar óháðir búsetu ( sjúkraliðar eru eftirsóttur starfskraftur um allt land)
  • Góður undirbúningur undir lífið ( uppeldi, samskipti, fær um að meta sjálfur þörf fjölskyldunnar á hvernig heilbrigðisþjónustu þörf er á )
  • Kjörið að taka námið á leið í annað nám á heilbrigðis-, náttúru- og félagssviði. (góður undirbúningur á leið í nám á háskólasviði)
  • Félagið hefur átt í fórum sínum um nokkurt skeið myndir úr starfi sjúkraliða. Þær eru birtar hér ykkur til gamans