Af hverju sjúkraliðanám?

Fjölmargar ástæður eru fyrir því að velja sjúkraliðanám. Námið er krefjandi og vel skilgreint. Kennslan tekur mið af almennum námsgreinum, heilbrigðisgreinum og námi í sérgreingum sjúkraliðabrautar. Kennd er handlækninga-, lyflækninga-, barna- og öldrunarhjúkrun, auk geðverndar, forvarna og hvaða áhrif geðsjúkdómar hafa á líf fólks. Áhersla er á vinnulag, starfsstellingar, skyndihjálp, heilbrigðisfræði og næringarfræði, sérfæði eða sjúkrafæði. Einnig eru kenndir áfangar í siðfræði, samskiptum, sál- og félagsfræði, lyfjafræði, sýkingavörnum og upplýsingalæsi. 

Sjúkraliðastarfið er gefandi og skemmtilegt. Starfsumhverfi sjúkraliða býður upp á tækifæri til að stýra starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi, þ.e. dag-, kvöld- og næturvaktir og helgarvaktir. 

Starfsmöguleikar eru margvíslegir og óháðir búsetu því sjúkraliðar eru eftirsóttir um allt land. Góðir möguleikar á ná framgangi í starfi og um leið hærri launum. 

Sjúkraliðastarfið er þroskandi og hvetjandi og gefur innsýn inn í fjölbreytileika mannlífsins.


Hallo Norden - Sjúkraliðar sem eru að huga að fluttningi frá Íslandi til norðurlandanna er bent á að setja sig í samband við Hallo Norden sem hefur aðsetur við Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími: 5111808. Einnig á vefsíðu samtakanna www.hallonordurlond.is, Þjónusta þeirra er notendum að kostnaðarlausu.