Sjúkraliðanám

Tilgangur námsins er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað. 

Aðalnámskrá framhaldsskóla: Sjúkraliðabraut    

Ensk þýðing: Curriculum for Licensed practical nurses              


Sjúkraliðabrú - er námsleið til starfsréttinda sjúkraliða. Skilyrði til innritunar í nám á sjúkraliðabrú eru að umsækjandi sé orðinn 23 ára, hafi 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra og framvísi staðfestingu frá vinnuveitanda þar að lútandi. 

Ensk þýðing: Study programme in assistant nursing


Launað starfsnám - gert er ráð fyrir að á nematímanum geti sjúkraliðanemi verið aðildarfélagi hjá Sjúkraliðafélagi Íslands. Samkvæmt kjarasamningum félagsins er sjúkraliðanemi í verkþjálfun með laun í samræmi við launatöflur félagsins og viðsemjanda. Nemalaun raðast í eftirfarandi launaflokka: 

  1. Sambandi íslenskra sveitarfélaga                        launafl.  205
  2. Reykjavíkurborg                                                   launafl.  235
  3. Ríkisstofnanir                                                       launafl.  03-0
  4. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu                  launafl.  03-0