Nám og Sjóðir

Nám

Samkvæmt lögum um sjúkraliða ber þeim að viðhalda þekkingu sinni í samræmi við þær breytingar er verða innan heilbrigðiskerfisins. Einnig ber þeim að auka þekkingu sína með því að taka nám og eða námskeið er veita hagnýta sem og fræðilega menntun sem eykur gildi starfa sjúkraliða á þeim sviðum sem þeir starfa á. Til þess að koma til móts við þessar þarfir hefur ötult starf fræðslunefndar verið fólgið í því að bjóða upp á það nám og þau námskeið sem hafa þetta að markmiði.

Sjóðir

Sjúkraliðafélag Íslands hefur lagt áherslu á að sjóðir félagsins komi til móts við það markmið að sjúkraliðar geti menntað sig, haldið heilsu, náð heilsu, slakað á í orlofi og átt möguleika á að gera þetta án þess að fjárhagur komi í veg fyrir slíkt.