Frítökuréttur

  • Fyrnist frítökuréttur eða fellur út eftir einhvern tíma?

    Frítökuréttur fyrnist ekki og kemur það skýrt fram í kjarasamningsákvæði 2.4.5.9. Þá segir að við starfslok skuli ótekinn frítökuréttur gerður upp með sama hætti og orlof.(númer ákvæðisins getur verið mismunandi eftir samningum) Samkvæmt kjarasamningsákvæði nr. 2.4.5.7 skal leitast við að að veita frí svo fljótt sem auðið er eða með reglubundnum hætti til að koma í veg fyrir að frí safnist upp. Í leiðbeiningareglum samráðsnefndar um vinnutíma segir að áður en stjórnandi ákveði hvenær starfsmaður taki út uppsafnaðan frítökurétt skuli haft samráð við hlutaðeigandi starfsmann.

  • Hvenær á ég er rétt á frítökurétti?

    Almenn skilyrði frítökuréttar koma fram í kjarasamningsákvæði 2.4.5.1. Ljúki starfsmaður vinnudegi það seint að minna en 11 klukkustundir eru til venjubundins upphafs næsta vinnudags, skal starfsmaður ekki mæta aftur til vinnu fyrr en 11 klukkustundir eru liðnar. Hafi stjórnandi hins vegar metið það svo að brýn nauðsyn sé til þess að starfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klukkustunda hvíld er náð, skapast frítökuréttur sem er 1 ½ klukkustund fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist. Ávinnsla frítökuréttar miðast ekki við heilar stundir. Kemur þetta fram í kjarsamningsákvæði. Þá eru sérstök ákvæði um frítökurétt þegar samfelld hvíld er rofin með útkalli og þegar starfsmaður vinnur umfram 16 klst. og 24. klst. á sólarhring. Þá á starfsmaður rétt á frítökurétti vinni hann það lengi á undan hvíldardegi að ekki náist 11 klst. hvíld. Nánar er hægt að lesa um þetta á heimasíðu BSRB.