Fæðingar- og foreldraorlof

  • Hvenær þarf ég að tilkynna yfirmanni mínum að ég ætli að taka fæðingarorlof?

    Ef starsfmaður hyggst nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs skal hann tilkynna atvinnurekanda það eins fljótt og kostur er. Það skal gert í síðasta lagi átta vikum fyrir fyrirhugaðan fæðingardag barns. Ef foreldri vill breyta áður tilkynntum upphafsdegi fæðingarorlofs skal tilkynna það atvinnurekanda þremur vikum fyrir hinn nýja fyrirhugaða upphafsdag fæðingarorlofs. Tilkynningin skal vera skrifleg sjá eyðublöð Fæðingarorlofssjóðs hér.

  • Við hvaða tímabil er miðað þegar reiknaðar eru greiðslur í fæðingarorlofi?

    Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða varanlegt fóstur. Til launa teljast hvers konar laun og aðrar þóknanir samkvæmt lögum um tryggingagjald. Einungis skal miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabilinu sem foreldri hefur starfað á innlendum vinnumarkaði. Aldrei skal þó miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna.  Þrátt fyrir framangreint skal mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi aldrei nema hærri fjárhæð en 350.000 kr. (m.v. börn sem fæðast 1. júlí 2009 eða síðar).Hér má sjá hámarks- og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði