Breyting á vaktafyrirkomulagi

  • Ef breyta á vaktafyrirkomulagi á vinnustað, hvað þarf að segja því upp með löngum fyrirvara?

    Í kjarasamningsákvæði 2.6.2 (í sumum samningum 2.6.3) segir „að þar sem unnið er á reglubundnum vöktum, skal vaktskrá er sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns, lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt skv. skránni hefst nema samkomulag sé við starfsmenn um skemmri frest.“ Það er hins vegar ekki óalgengt að fólk vinni mánuðum eða árum saman alltaf eftir sama kerfi þar sem ekkert færist til og þá er álitamál ef breytingin er mjög mikil hvort ekki þurfi að segja kerfinu upp með sama fyrirvara og ef um uppsögn er að ræða, þ.e. með þriggja mánaða fyrirvara. Þetta er sem sagt matsatriði en BSRB hefur haldið því fram að þess þurfi þegar um veigamikla breytingu er að ræða.