Reykjavíkurborg

 

Kjarasamningur gildistími 1. febrúar 2016 til 31. mars 2019

Starfsmat

Samningsaðilar voru sammála um það langtímamarkmið að greiða sömu laun fyrir jafnverðmæt störf hjá Reykjavíkurborg.
Sem lið í því voru samningsaðilar sammála um að Sjúkraliðafélag Íslands yrði aðili að starfsmatskerfinu SAMSTARF sem meginþorri starfsmanna Reykjavíkurborgar er launað samkvæmt.
Starfsmat er aðferð/ greiningartæki til að leggja samræmt mat á ólík störf og ákvarða sömu laun fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf með kerfisbundnum hætti.

Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er.

Mikilvægt er að hafa í huga að starfsmat metur aðeins grunnkröfur til starfa Starfsmat er ekki mat á persónulegri hæfni, árangri né frammistöðu starfsmanna í starfi.

Einstaklingsbundin laun

Einstaklingsbundin laun eru hvattning fyrir starfsmenn til að auka hæfni sína í starfi í samræmi við áætlun um starfsþróun. Einstaklingsbundin laun koma til viðbótar við starfslaun samkvæm starfsmati.

Hér að neðan er reiknivél til þess að finna út launaflokk í nýrri launatöflu 2017. Til viðbóar þeim launaflokki koma einstaklingsbundin laun sjá grein 1.3.2. í kjarasamningi.

Starfsmatsstigatafla sjúkraliða

Starfsmatsstig

 

Hér er reiknivél til þess að finna launflokk í nýrri töflu 2017.

Upplýsingar um starfsmatsstig má finna á www.starfsmat.is.

Sláðu inn starfsmatsstig og launaflokkur birtist fyrir neðan innsláttargluggann.

 

Starfsmat stig og launaflokkur