Lundur á Hellu leitar að sjúkraliða - 8. jan. 2019

action adult affection 339620 1Vegna aukinnar starfsemi á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu leitum við nú að sjúkraliðum til starfa á Lundi við aðhlynningu og hjúkrun.

Starfshlutfall er samningsastriði en um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á þrískiptum vöktum.
Á Hjúkrunarheimilinu Lundi eru 30 hjúkrunarrými, 1 dvalarrými og 2 hvíldarrými.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptahæfileika, frumkvæði, jákvætt viðhorf, og áhuga á að vinna með öldruðum og veikum einstaklingum.

Laun sjúkraliða eru skv. Kjarasamningum SFV og Sjúkraliðafélags Íslands.

Umsókn og ferilsskrá óskast send rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. janúar n.k.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarforstjóri (sama netfang)