SJÚKRALIÐAR Á PATREKSFJÖRÐ - 10. apríl 2017

Sjukrahus Patreksfjardar

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar að ráða  sjúkraliða á legudeild og á heilsugæslustöð, bæði í fastar stöður og sumarafleysingar. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við hjúkrun á hjúkrunar- og legudeild og við heilsugæslu og heilsuvernd.

Um er að ræða 80-100% fastar stöður frá 1. júní 2017, eða eftir nánara samkomulagi.

Menntunarkröfur eru sjúkraliðaleyfi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SLFÍ og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Anna Árdís Helgadóttir, hjúkrunarstjóri, í s: 849 0530 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017.
  
Vinsamlegast sendið umsóknir á 
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. hjúkrunarstjóra, Stekkum 1, 450 Patreksfirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.