Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir - 29. mars 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

 heilbrigdisstofnun vestfjarda

SJÚKRALIÐAR VIÐ HEIMAHJÚKRUN

Fastar stöður og sumarafleysingar

HVEST óskar að ráða sjúkraliða á Heimahjúkrunardeild á Ísafirði. Starfsmennirnir heimsækja, aðstoða og  annast um skjólstæðinga á heimilum þeirra. Vinnutími er á morgunvöktum alla daga og á 4 klst kvöldvöktum. 
 
Um er að ræða 60-70% fastar eða tímabundnar stöður nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Einnig er óskað eftirsumarafleysingum á deildina.

 
Laun samkvæmt kjarasamningi SLFÍ og stofnanasamningi. 
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Hreinsdóttir, deildarstjóri, í s:450 4535 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er opinn.
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.