Tillögur hafa borist frá fulltrúa Eirar og Skjóls um röðun í nýjan stofnanasamning sem taki gildi í október 2006. Verið er að fara yfir  útreikningana. Gert er ráð fyrir að reynt verði að skrifa undir samning á fimmtudag

 

Fundað var í dag með Reykjavíkurborg. Á fundinum var farið yfir tillögur Sjúkraliðafélagsins að nýjum röðunarkafla. Tillögurnar voru unnar með tilliti til kjarasmanings sem gerður var við sjálfseignastofnanirnar. Fulltrúar borgarinnar taka sér tíma fram á fimmtudag að skoða þær. Fundur er áætlaður eftir kl 15:00 á fimtudag.

 

Vegna þeirrar óþreyju sem fram komu í síðusta álitum lesenda um kjarasamninga viðræðurna um að félagið standi sig ekki varðandi fréttaqfluttning. Föstudagurinn gekk út á það að aðalfundur BSRB var haldinn sama dag og fundur var með launanefndinni og því í mörg horn að líta. Helgin fór síðan í að vinna málum er varðar Framvegis. Það eru ekki margir sem hafa aðgang að því að skrifa inn á heimasíðuna og ekki á færi annarra en þeirra sem eru á vettvangi að skýra frá gangi mála .

 

Ég er ekki að undra mig á að fólk sé óþreyjufullt en ég vil fullvissa ykkur um það að það er verið að vinna í málunum að fullri einurð og í samræmi við þau markmið sem félagið hefur í kjarakröfum sínum  

Launanefnd Sveitafélaga

Viðræður við samningsaðila félagsins eru eftirfarandi.

Reykjavíkurborg

 

og þær Sjálfseigastofnanir sem standa utan SFH

Fundað var með launanefnd sveitafélaga föstudaginn 18. nóvember sl. Markmið fundarins var að setja upp skýra mynd fyrir fulltrúa launanefndar um að þær launahækkanir sem samið var um 2001 í svokölluðum launapottum hefður farið á mismunandi hátt til starfsmanna þ.e. hvort að um var að ræða samning ríkis eða lauanefndar. Launanefndar menn hafa haldið því fram að laun séu hærri hjá sveit en ríki. Þetta er það sem verið var að sýna fram á að væri ekki rétt.  

 

Búið er að boða næsta fund kl 17:00 miðvikudaginn 23. nóv

 

Búið er að boða til fundar með samninganefnd Reykjavíkurborgar þriðjudaginn 22. nóv kl 15:30 í húsakinnum ríkissáttasemjara

 

Fundað var með Eir og Skjóli föstudaginn 18. nóv sl. Fulltrúi þeirra stofnana hefur lýst sig reiðubúinn að semja á sömu nótum og SFH gerði. Verið er að reikna út vörpunina og ákveðið að halda næsta fund í vikunni. 

Aðrar stofnanir svo sem Reykjalundur eru að skoða sömu leið.

 Sjúkraliðafélag Íslands lagði fram nýja  útreikninga í dag á fundi fulltrúa samningsaðila.

Félagið leggur áherslu á að Launanefnd viðurkenni að reikna beri nýja kjarasamninga út frá því að launataflan hjá launanefnd er tæplega 5% hærri en launataflan var hjá ríki fyrir kjarasamningana í sumar. Ástæða þess er að 2,2% og 2,5% launapottar sem samið var um 2001 voru afgreiddir á ólíkan hátt. 

Þetta getur félagið ekki samþykkt.

Næsti fundur er boðaður föstudaginn 18. nóvember.

Allt útlit er á að skoða þurfi hvað gera skuli og hvetur félagið að umræða fari af stað um það mál

Viðræður við fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa legið niðri frá því að félagið hafnaði því að fara inn í svokallað starfsmat. Þegar hefur verið rædd sú spurning við fulltrúa Reykjavíkurborgar að vísa  málinu til ríkissáttasemjara. Svar hans var að þeir óskuðu eftir því að reyna enn til þrautar hvort okkur tækist að vera án sáttasemjara.

 

Reynt verður að ná fundi sem allra fyrst með þeim eftir helgina.

Ríkissáttasemjari hefur boðað fund með fulltrúum beggja aðila á mánudag kl 11:00 Þar mun verða farið yfir svör félagsins við útreikningum launanefndar á forsendum kjarasamninga.

 

 

Fundað var í dag undir stjórn ríkissáttasemjara við samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) og Launanefnd sveitafélaga.

 

Á fundinum með SFH var unnið að því að hreinskrifa texta og samlesa. Næsti fundur er boðaður á morgun 3. nóv kl 13:00

 Einnig var fundað með Launanefnd sveitafélaga. Á þeim fundi var farið yfir útreikninga sem aðilar vinnuveitenda lögðu fram. Næsti fundur verður föstudaginn 4. nóv kl 12:30

Fundað var með launanefnd sveitafélaga í dag kl 17:00.

 

Á fundinum var fraið yfir þau atriði sem útaf standa með tillyti til þess kjarasamnings sem þegar er búið að undirrita við  ríkið. Næsti fundur verður miðvikudaginn 2. nóv kl 17:00

Í dag föstudag var fundað með launanaefnd sveitafélaga.

 

Á fundinum svöruðu fulltrúar félagsins tilboði launanefndar sem launanefndin lagði fram þann 25. okt sl. Félagið hafnaði hugmyndum launanefndar og lagði fram gagntilboð. Svar kom til baka frá launanefndinni með breytingum sem félagið getur ekki sætt sig við. Boðað er til næsta fundar maánudaginn 31. okt kl. 17:00

 Fundinum sem frestað var í gær þriðjudag var fram haldið kl 15:00 sama dag. Fulltrúar launanefndar lögðu fram nýjar tillögur að kjarasamningi. Farið var yfir skjalið. Næsti fundur verður haldinn í dag kl 17:00 þar sem fulltrúar félagsins fara yfir staðreyndir útreikninga í ljósi sögunnar um hvað samið var um í síðasta kjarasamningi. Þetta er gert til þess að mynna viðsemjendur félagsins á það að þeim þýði ekki að ætla sér að reyna að ná ódýrari kjarasamningi núna á þeim forsendum að sjúkraliðar hjá sveitafélögum fengu kjaralagfæringar í síðasta kjarasamningi. Það telja fulltrúar félagsins að kæmi út sem hrein kjaraskerðing.

 

Fulltrúar félagsins hafa ákveðið að svara tillögu launanefndar á föstudag kl 09:30 og leggja fram breytingartillögur