Fundur með launanefnd sem hófst kl 11:00´fyrir hádegi lauk kl 13:00. Á fundinum fóru fulltrúar félagsins yfir kjarasamning sem félagið skrifaði undir við Reykjavíkurborg kvöldinu áður. Félagið gerði sveitarmönnum grein fyrir því að það væri tilbúið að skrifa undir samskonar kjarasamning við launanefndina.

 

Launanefndarmenn ákváðu að taka sér hlé fram yfir helgi til þess að svara félaginu.

Næsti fundur er boðaður á mánudag kl 13:00

 

Kjarasamningur við Reykjavíkurborg var undirritaður á tíunda tímanum í kvöld, í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samningurinn er á líkum nótum og samið var um við ríkið.

 

 

 

Fulltrúar borgarinnar kölluðu fulltrúa SLFÍ til fundar í gærkvöldi þriðjudag og lögðu þá fram tilboð

 

Nú eru fulltrúar SLFÍ mættir í hús hjá ríkissáttasemjara þar sem tilboðinu verður svarað 

Fundað var í gær með Reykjavíkurborg. Á fundinum var farið yfir hugmyndir félagsins að röðunarkafla. Félagið lagði auk þess til að borgin tæki upp sömu launatöflu og samið var um við ríkið. Ákveðið var að hittast aftur kl 12:00 á morgun mivikudag 

 

Fundur sem vera átti í gær mánudag var frestað þar til kl 17:00 á morgun miðvikudag 

 

Ástæða frestunarinnar var að félagið var á fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar.

Ég mun halda áfram að setja hér inn á síðuna fréttir af gangi viðræðnanna, en bið ykkur um að sýna fulltrúum félagsins biðlund þar sem oft er það svo að fundum líkur ekki fyrr en langt er komið fram á kvöld. Þar af leiðandi er rétt að benda á að fréttir geta aldrei farið frá öðrum en þeim sem næst viðræðunum standa.

Forðumst misvísandi fréttafluttning.

Á fundinum fóru fulltrúar Launanefndar aftur yfir  útreikninga sína á tilboði sem félagið hafði hafna deginum áður, með þeirri viðbót að sýna fram á hvar laun sjúkraliða lægju með tilliti til launa sjúkraliða hjá ríki árið 2008.  

 

Áætlað er að hittast aftur á mánudag  kl 14:00, þar sem félagið telur sig þurfa tíma til að leggja vinnu við það að svara þeim.

Fundur verður haldinn kl. 09:00 á morgun þar sem fulltrúar atvinnurekanda mun kynna sér tillögur félagsins að kjarasamningi milli aðila. 

 

 Fulltrúi Eirar og Skjóls munu mæta á Grensásveg 16 á morgun kl. 11:00 áformað er að undirrita kjarasamning milli aðila.

 

Fundað var með launanefnd í dag.

 

Á fundinum lögðu fulltrúar launanefndar fram nýtt tilboð. Félagið hafnaði tilboðinu og lagði fram sína tillögur.

Næsti fundur ákveðinn á morgun fimtudag kl.14:30 .

Á fundinn mætti stóra samninganefnd félagsins, nefndin mætti til þess að taka afstöðu til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal sjúkraliða starfandi hjá sveitafélögunum. Niðurstaða stjórnar og kjaramálanefndar var að efna nú þegar til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.

Fundur verður á morgun með launanefndinni. Síðasti fundur fór eins og áður hefur komið fram í það að útskýra útreikninga fyrir fulltrúum launanefndarinnar. Strax að loknum þeim fundi kom beiðni um að útskíra málið frekar. Orðið var við beiðni þeirra strax í morgun með því að senda enn og aftur útskýringar. 

 

 Gögn sem borist hafa frá fulltrúum Reykjalundar hafa borist félaginu. Reynt verður að ljúka samningnum í vikunni á sömu forsendum og SFH.