Í gær fimtudaginn 24. nóvember var haldinn fyrsti fundur undir stjórn ríkissáttasembara í deilu félagsins við Reykjavíkurborg, en eins og áður hefur komið fram hefur kjaradeilunni verið vísað þangað.

 

Fyrir var kjaramálanefnd félagsins búið að fá höfnun borgarinnar á að samið yrði við félagið á sömu nótum og ríkið.

Næsti fundur deiluaðila er boðaður 2. desember nk.  

Í gær fimtudaginn 25. nóvember var haldinn fundur með Sambandi íslenskra sveitafélaga undir stjórn ríkissáttasemjara Magnúsar Péturssonar.  Þetta var annar fundurinn eftir að deilunni var vísað til bættisins.  Næsti fundur er boðaður kl. 09:00 fimtudaginn 2. desember nk.   

 

 

 

Skrifað var undir kjarasamning í dag föstudag, við Samtök fyrirtækja heilbrigðisþjónustu. Samningurinn er á líkum nótum og samningur sem samið var um við fjármálaráðherra og gildir til 30 nóvember nk.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn skal lokið fyrir kl. 14. 25. nóvember nk.

 

Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara næskomandi fimmtudag með fulltrúum Sambandi íslenskra sveitafélaga.

 

Fundað var með samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu fyrir helgina. Næsti fundur var ákveðinn mánudaginn 15. nóvember næstkomandi .

 

Fundað var með Reykjavíkurborg í dag 8. nóvember 2010. Á fundinum fóru fulltrúar félagsins yfir þann samning sem gerður var við ríkið og undirritaður var 14. okt 2010 með ósk um að gerður yrði sambærilegur samningur við félagið.

 

Fram kom hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að borgin sé ekki tilbúin til þess að semja til svo stutts tíma.

Niðurstaða kjaramálanefndar eftir fundinn er að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og mun það verða gert með erindisbréfi strax í vikunni

Þann 29. október sl. óskaði kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands eftir því við ríkissáttasemjara að hann taki yfir stjórn á viðræðum félagsins við kjararáð sveitafélaga.

 

Fundur er boðaður með fulltrúum Reykjavíkurborgar n.k. mánudaginn 8. nóvember  

 

Viðræður eru í gangi við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.

 

Verið er að samræma þann samning sem gerður var við ríkið svo hann passi við samninga hjúkrunarheimilanna. Næsti fundur er boðaður mánudaginn 15. nóvember nk. Í millitíðinni verða sendar á milli aðila útfærsla á hluta samningsins.  

Á fundinum var farið nánar yfir tillögu sem samninganefnd ríkisins lagði fram fyrir nokkrum dögum síðan.Tillagan var lítið útfærð af þeirra hálfu. Umræðurnar snerust um það hversu miklir fjármunir fylgdu tillögunni, ef til kæmi. Okkur hefur sýnst að það sem þeir bjóða sé afskaplega rýrt og þyrfti líklega að margfaldast til þess að vega upp það sem viðmiðunarstéttir sjúkraliða hafa fengið í hækkanir síðustu mánuði og misseri. Nýr sáttafundur var ekki ákveðinn. Í dag miðvikudag hafði ríkissáttasemjari samband og gerir ráð fyrir að funda í næstu viku

 

Á fundi samningsaðila sem haldinn var í dag í húsakinnum ríkissáttasemjara lögðu fulltrúar ríkisins fram svar við tillögu Sjúkraliðafélagsins. Með því hafnaði ríkið tillögu félagsins en lagði fram óásættanlega hugmynd sem er mun lægri en félagið gerði kröfu um á fundi sínum fyrir tveimur dögum síðan.

 

Ákveðið var að halda áfram og funda kl 13:30 á mánudag.