Fundur sem ríkissáttasemjari kallaði til vegna deilu félagsins við Reykjavíkurborg var haldinn kl 11:00 í dag í húsakynnum sáttasemjaraembættisins. Farið var yfir þá vinnu sem verið hefur í gangi á milli funda. Næsti fundur er síðan boðaður 31. mars nk. kl. 11:00. Á þeim tíma á að halda áfram vinnu við samanburð á kjarasamningum félagsins við ríkið og Reykjavíkurborg.

 

Fyrirhugaður fundur með Sambandi Íslenskra sveitafélaga sem hefjast átti kl. 09:00 í morgun, var frestað á síðustu stundu. Fulltrúar sambandsins sendu út tölvupóst rétt fyrir fundinn og sáu öll tormerki á því að hægt væri að halda fundinn. Því var borið við að ekki hefði unnist tími í undirbúning.

 

Næsti fundur hefur ekki verið boðaður. Þeir funntrúar sjúkraliðafélagsins í kjaramálanefnd sem mættir voru hafa afturá móti notað tímann til vinnufundar í textavinnu sem nauðsynlegur er sem undirbúningur fyrir kjarasamningana.

SLFÍ fundaði með SNS  í húsi ríkissáttasemjara 8. mars sl. Unnið í  samanburði á samningum ríkis og sveitar.

 

Næsti fundur ákveðinn 22. mars nk.

Fyrsti samningafundur félagsins við samband íslenskra sveitafélaga var haldinn í gær 16. febrúar. Á fundinum var farið yfir þær væntingar sem samningamenn hafa fyrir komandi kjarasamningum. .

 

Verið er að undirbúa samlestur á kjarasamningnum og þeim viðbótum sem inn í hann hafa komið í síðustu kjarasamningium. Næsti fundur er boðaður 8. mars nk.

 Fundað var undir stjórn Ríksisáttasemjara 9. febrúar sl. Á fundinum var farið yfir það hvernig samningaferli við Samband sveitafélaga var háttað og farið fram á að slíkt hið sama næsðir við Borgina. Formaður samninganefndar borgarinnar lagði fram undirritað skjað þar sem fram kom að vilji væri til þess að laga stöðu sjúkraliða hjá borginni í næstu kjarasamningum. Einungis var um viljayfirlýsingu að ræða sem fulltrúar félagsins gátu ekki sætt sig við. Niðurstaða var um að félagið sendi inn til sáttasemjara tillögu að yfilýsingu fyrir næsta fund sem haldinn verður í dag. Tillaga félagsins liggur fyrir hjá sáttasemjara og verður tekin fyrir á fundinum.

 

Undirritað var samkomulag við Samband íslenskra sveitafélaga um að sú hækkun sem varð á launatöflu Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins verði bætt við gerð næstu kjarasamninga. Samkomulagið var undirritað og liggur hjá ríkissáttasemjara. Einnig var undirrituð viðræðuáætlun sem miðar að því að vinna að kjarasamningsgerð í febrúarmánuði 2011

 

Fundað var með sambandi íslenskra sveitafélaga í dag undir stjórn ríkissáttasemjara.

fundar með fulltrúum beggja aðila hjá ríkissáttasemjara 18. jabúar nk.

Fulltrúar félagsins lögðu fram útreikninga á því hver meðaltals launahækkun hefði orðið hjá sjúkraliðum starfandi hjá ríkinu.

Í framhaldi af því var ákveðið að einn fulltrúi frá hvorum aðila fyrir sig hittust til þess að fara yfir hvaða áhrif þessar hækkanir hefðu á kjarasamning félagsins við sveitafélögin ef sú prósentubreyting færi þar inn að einhverju leiti. Sá fundur verður haldinn nk. fimmtudag. Boðað hefur verið til næsta

 Ekki hefur verið boðaður fundur með fulltrúum Reykjavíkurborgar

 

Ríkissáttasemjari Magnús Pétursson hefur á undanförnum vikum reynt að koma á samkomulagi milli deiluaðila. Ein tilraun hans var  útfærsla á þeirri hugmynd að undirrituð yrði yfirlýsing beggja aðila þar sem fram kæmi að samkomulag væri um að sjúkraliðum yrði bættur sá tími sem liðið hefur frá því að samningar urðu lausir í ágúst 2009. Sú bæting yrði í samræmi við það samkomulag sem náðist milli Sjúkraliðafélagsins og Fjármálaráðuneytisins 14. október sl. Þessi bæting kæmi til útfærslu að þeim tíma liðnum þegar samningar hafa náðst í tengslum við það samningstímabil sem nú er að hefjast.

 

Þessu var algjörlega hafnað af hendi sambandsins. Næsti fundur er boðaður 4. janúar 2011 

 Ríkissáttasemjari óskaði eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Sambandi íslenskra sveitafélaga og Sjúkraliðafélagi Íslands. Fundurinn fór fram í gær mánudag.

 

Fulltrúar viðsemjendar félagsins  lögðu fram tillögu að sameiginlegri yfirlýsingu þar sem fram kemur að sveitafélögin séu ekki tilbúin að semja á sömu nótum og ríkið. Fram kemur í drögunum að þegar að næstu kjarasamningum verður við félagið eftir að búið verður að semja aftur við önnur stéttafélög sveitafélaga og Eflingu verði skoðað hvort laga þurfi laun sjúkraliða með tilliti til kjara sjúkraliða hjá ríkinu.

Fulltrúar félagsins voru ekki tilbúin að taka þessari tillögu. Telja að mikið vanti á að fram komi að sjúkraliðum sem starfa hjá sveitafélögunum verði bættur sá tími sem liðiið hefur án kjarasamnings og einnig að bætingin verðði í samræmi við kjarasamning félagsins við ríkið.

Fundir sem vera áttu í dag með Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitafélaga hjá ríkissáttasemjara er frestað. Sameiginlegur fundur með báðum deiluaðilum félagsins er boðaður kl. 11:00 á mánudag 6. desember.