Fimmtudaginn 12. maí nk. heldur kjaramálanefnd Sjúkraliðafélagsins fund með trúnaðarmönnum. Á dagskrá eru kjaramál félagsins. Fundinum verður varpað frá Ármlaskóla um allt land.  Formönnum félagsdeilda hefur verið falið að sjá um það hver á sínu svæði að trúnaðarmenn komi saman við þar til gerðan búnað.   

 

Fulltrúar félagsins og samninganefndar ríkisins hittust kl 14:00 í dag. Ríkið lagði fram samningstilboð sem að mati félagsins var óásættanlegt.  Félagið svaraði með tillögu að nýrri launatöflu og óskaði eftir því að aðrir liðir samningsins yrðu ræddir síðar. Fulltrúar ríkisins töldu sig þurfa lengri tíma til að fara yfir tillöguna. Því var ekki boðað til nýs fundar. Það er því á hendi samninganefndar ríkisins að boða til næsta fundar.

 

Þar sem ég veit að sá dráttur sem orðið hefur í gerð kjarasamninga er orðinn töluvert langur og skiljanlega eru félagagsmenn farnir að verða óþreyjufullir eftir að eitthvað gerist. Þykir mér þörf á að setja hér inn á heimasíðuna tölvupóst sem ég fékk og það svar sem ég sendi til baka.  

Sæl Kristín, heldur finnst okkur miða seint í samningaviðræðum við samninganefnd ríkisins ég efa það ekki að þið séuð sama sinnis, er ekki verið að draga okkur á asnaeyrunum og tefja málin framm á haust ? er það ekki það sem vakir fyrir þeim að bíða þar til sjúkraliðar fara í sumarfrí og græða á meðan krónurnar sem annars ættu löngu að vera komnar í okkar umslag hvort sem þær eru margar eða fáar.
 
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem mælir á móti því að þegar samningar renna út eins og hjá okkur að samningsaðilar þurfi ekki að borga okkur skaðabætur fyrir að hafa ekki samið á þeim tíma sem þeim var gefið til að endurnýja samninga.
 
Spyr sá sem ekki veit. Kveðju NN sjúkraliði
 
p.s. vegna tafa á samningum vil ég fá allt og ekki gefa neitt eftir, þetta er ekki svona einfalt veit ég, en svona líður mér núna mér finnst við hafðar að fíflum.
 

Sæl og blessuð

Ég hef fullan skilning á því að þér líði svona. Eins og fram kemur í fréttum af gangi viðræðna á heimasíðunni okkar þá báðu þeir hjá fjármálaráðuneytinu um frest í síðustu viku á meðan að þeir kláruðu að ganga frá samningum við Landssamband lögreglumanna.  Þegar  þeir höfðu undirritað samninga við lögreglumenn á laugardaginn  þá taldi ég að við yrðum kölluð til viðræðna strax.
Ein megin forsenda fyrir kröfu okkar er að ráðamenn standi við yfirlýsingar sínar um jafnrétt karla og kvenna til launa fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.
Ég gerði boð fyrir Gunnar Björnsson formann samninganefndar og fékk samtal við hann  í dag Hann tjáði mér að um veikindi hefði verið að ræða hjá þeirra mönnum, en  vill setja næsta fund á mánudaginn kemur kl 14:00.
Þegar  þeim fundi líkur mun ég setja inn  fréttir á heimasíðunnar hvort  eitthvað sé að gerast.
Vegna þess hve langt er síðan kjarasamningar runnu út þá veit ég að félögin hafa veriðað fá eingreiðslu til þess að koma á móts við dráttinn og munum gera kröfu um slíkt hið sama. Eftir síðustu kjarasamninga  fengum við eingreiðslu sem átti að rétta það  af.
 
Á síðast stjórnarfundi BSRB var  fjallað um hvað hægt væri að gera varðandi þetta mál Þ.e. að kjarasamningar skuli dragast á langinn. Á sínum tíma var bætt inn í lög um kjarasamninga ákvæðum umsvokallaða viðræðuáætlun sem öllum er skylt að gera í samráði við viðsemjendur. Það hefur hinsvegar ekki dugað þar sem í lögunum er engin viðurlög þó ekki sé staðið við áætlunina.
Ég tek undir það  með þér að  nú verður eitthvað að fara að gerast.
Með félagskveðju
Kristín Á. Guðmundsdóttir

 

Búið er að boða til næsta fundar með ríkinu á mánudag 9. maí kl 14:00  

 

Nefndin

Í morgun mættu fulltrúar félagsins á fund samninganefndar ríkisins sem óskaði eftir frestun um óákveðinn tíma.

 

Fulltrúar félagsins féllust á það.  Vonast er eftir að fundur verði boðaður innan fárra daga.

 

Kjaramálanefnd

Kjaramálanefnd vinnur að kjarasamningum félagsins samkvæmt eftirtöldum ákvæðum í lögum Sjúkraliðafélags Íslands.

Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands kýs átta félagsmenn beinni kosningu til að starfa í kjaramálanefnd félagsins.

Kjaramálanefnd skal í samráði við félagsstjórn og trúnaðarmannaráð annast:

  1. Undirbúning kröfugerðar vegna kjarasamninga.
  2. Kjósa úr sínum hópi þrjá fulltrúa í kjararáð er sjá um viðræður við viðsemjendur SLFÍ.
  3. Fylgjast með efnahags- og kjaramálum og veita félagsmönnum upplýsingar um þau efni.
  4. Veita einstökum félagsdeildum umboð til að annast að hluta eða öllu leyti kjarasamninga á sínu starfssvæði. Í þeim tilvikum sem umboð til samningagerðar er veitt, skal fulltrúi sem kjaramálanefnd tilnefnir vera viðkomandi samninganefnd til aðstoðar og fulltingis.
  5. Taka ásamt félagsstjórn, sbr. ákvæði 42. gr. ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalla.

Kjaramálanefnd skal hafa samráð við svæðisdeildir eða aðra þá sem ætla má, að hafi einhverja sérstöðu innar SLFÍ, við undirbúning kröfugerðar.

Kjararáð Kjaramálanefnd kýs úr sínum hópi þrjá fulltrúa í kjararáð. Formaður er sjálfkjörinn í ráðið í umboði kjaramálnefndar. Undirskrift kjarasamninga skal gerð með fyrirvara um samþykki félagsmanna að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Við breytingu á kjarasamningi á samningstímabilinu er ekki skylt að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu.

Heimilt er, með samþykki kjaramálanefndar og stjórnar félagsins að afgreiða kjarasamninga á almennum félagsfundi.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/Mynd_0243371.jpg'
There was a problem loading image 'images/Mynd_0243371.jpg'
Skrifað var undir stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Austurlands í dag. Samningur nær til allra sjúkraliða ríkisins sem starfa á austurlandi. Samningurinn mun verða kynntur fljótlega

 

Unnið að samningum á Austurlandi

 Skrifað var undir stofnanasamning við Heilbrigðisstofnun Austurlands í dag. Samningur nær til allra sjúkraliða ríkisins sem starfa á austurlandi. Samningurinn mun verða kynntur fljótlega

Lesa meira: Samið á Austurlandi
Unnið að samningum á Austurlandi

 

Sjúkraliðar starfandi hjá Reykjavíkurborg funduðu í dag miðvikudag um þá stöðu sem upp er komin í deild félagsins við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg.

 

Fundurinn sendi frá sér ályktun um málið, þar sem fram kom ma. krafa um að nú þegar verði gengið til samninga við félagið. Að öðrum kosti munu sjúkraliðar nýta sér þau voppn sem dugi.

 

Sjá ályktunina í heild sinni

 

Kynningarfundur verður haldinn um nýgerðann kjarasanmning við fjármálaráðherra (Ríkið)

Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89 mánudaginn 4. júlí og hefst kl. 15:00.

Sent verður út af fundinum á sex staði á landinu, en

sjúkraliðar í Reykjavík, Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi, þurfa að mæta á fundinn á Grettisgötunni.

Kosið verður um kjarasamninginn á heimasíðu félagsins http://www.slfi.is/

Undirbúningur er hafinn við að senda út upplýsingar til félagsmanna um samninginn, ásamt rafrænum lykli (kóða) sem notaður er við að komast inn á kosningavefinn á heimasíðunni.